Audi með laserljós Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 13:30 Audi Sport Quattro með laserljósum. Audi ruddi brautina í notkun LED-ljósa í bíla og var fyrst bílaframleiðenda til að nota slík ljós bæði fyrir fram- og afturljós í sína bíla. Audi lætur ekki staðar numið þar því nú hefur fyrirtækið sýnt sinn nýjasta bíl, Audi Sport Quattro, með laserljósum. BMW hefur greint frá notkun laserljósa í bíla sína og að fyrirtækið hyggist sniðganga LED-ljós og einbeita sér að notkun laserljósa í staðinn. Svo virðist þó að Audi hafi skotið BMW ref fyrir rass í þessum efnum og orðið á undan að kynna fyrsta bílinn með laserljós. Audi Sport Quattro bíllinn er með 4 laserljós sem draga 500 metra, en það er helmingi lengra en LED-ljósin gera. Þessi nýju ljós eru þrisvar sinnum bjartari en LED-ljós, en eru samt ógnarsmá í sniðum. Ekki er búist við því að laserljós verði almennt komin í bíla Audi fyrr en eftir nokkur ár. Það er viðeigandi að þessi nýju hátækniljós komi í þessum öfluga 700 hestafla bíl. Hann er tvinnbíll og kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu einu saman, er 3,7 sekúndur í hundraðið og með 306 km hámarkshraða. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Audi ruddi brautina í notkun LED-ljósa í bíla og var fyrst bílaframleiðenda til að nota slík ljós bæði fyrir fram- og afturljós í sína bíla. Audi lætur ekki staðar numið þar því nú hefur fyrirtækið sýnt sinn nýjasta bíl, Audi Sport Quattro, með laserljósum. BMW hefur greint frá notkun laserljósa í bíla sína og að fyrirtækið hyggist sniðganga LED-ljós og einbeita sér að notkun laserljósa í staðinn. Svo virðist þó að Audi hafi skotið BMW ref fyrir rass í þessum efnum og orðið á undan að kynna fyrsta bílinn með laserljós. Audi Sport Quattro bíllinn er með 4 laserljós sem draga 500 metra, en það er helmingi lengra en LED-ljósin gera. Þessi nýju ljós eru þrisvar sinnum bjartari en LED-ljós, en eru samt ógnarsmá í sniðum. Ekki er búist við því að laserljós verði almennt komin í bíla Audi fyrr en eftir nokkur ár. Það er viðeigandi að þessi nýju hátækniljós komi í þessum öfluga 700 hestafla bíl. Hann er tvinnbíll og kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu einu saman, er 3,7 sekúndur í hundraðið og með 306 km hámarkshraða.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent