105 þúsund mættu á íshokkíleik og settu heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2014 19:00 Áhorfendurnir létu ekki snjó og kulda eyðileggja stemmninguna. Mynd/NordicPhotos/Getty Það var mikil dramatík í sérstökum íshokkíleik á nýársdag þegar Toronto Maple Leafs unnu 3-2 sigur á Detroit Red Wings í NHL-deildinni í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þetta var sögulegur leikur og ekki bara fyrir að þarna voru tvö af stofnliðum NHL-deildarinnar að mætast á fyrsta degi ársins heldur var þarna sett nýtt áhorfendamet á íshokkíleik. Toronto Maple Leafs komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en Detroit Red Wings jafnaði í bæði skiptin. Ekkert var skorað í framlengingunni en liðsmenn Detroit klikkuðu tvisvar í vítakeppninni og því var sigurinn Toronto Maple Leafs. Leikurinn bar nafnið "2014 NHL Winter Classic" og fór fram utanhúss eða á Michigan leikvanginum í Ann Arbor. Alls komu 105.491 áhorfendur á leikinn og létu kulda (mínus ellefu gráður) og snjókomu trufla sig. Gamla heimsmetið var frá desember 2010 þegar Michigan Wolverines unnu Michigan State Spartans Í háskólaíshokkíinu en um þúsund fleiri mættu á leikinn í gær. Gamla metið á NHL-leik var hinsvegar 71.217 manns á leik árið 2008. Snjókoman gerði reyndar leikmönnum erfitt fyrir á ísnum enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður en er þó einn af sex leikjum tímabilsins sem fara fram utandyra. Leikirnir eru hluti af Stadium Series en það verður einnig spilað á Dodger Stadium (Los Angeles), Yankee Stadium (New York, 2 leikir), Soldier Field (Chicago) og BC Place (Vancouver). Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum sögulega leik í Michigan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira
Það var mikil dramatík í sérstökum íshokkíleik á nýársdag þegar Toronto Maple Leafs unnu 3-2 sigur á Detroit Red Wings í NHL-deildinni í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þetta var sögulegur leikur og ekki bara fyrir að þarna voru tvö af stofnliðum NHL-deildarinnar að mætast á fyrsta degi ársins heldur var þarna sett nýtt áhorfendamet á íshokkíleik. Toronto Maple Leafs komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en Detroit Red Wings jafnaði í bæði skiptin. Ekkert var skorað í framlengingunni en liðsmenn Detroit klikkuðu tvisvar í vítakeppninni og því var sigurinn Toronto Maple Leafs. Leikurinn bar nafnið "2014 NHL Winter Classic" og fór fram utanhúss eða á Michigan leikvanginum í Ann Arbor. Alls komu 105.491 áhorfendur á leikinn og létu kulda (mínus ellefu gráður) og snjókomu trufla sig. Gamla heimsmetið var frá desember 2010 þegar Michigan Wolverines unnu Michigan State Spartans Í háskólaíshokkíinu en um þúsund fleiri mættu á leikinn í gær. Gamla metið á NHL-leik var hinsvegar 71.217 manns á leik árið 2008. Snjókoman gerði reyndar leikmönnum erfitt fyrir á ísnum enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður en er þó einn af sex leikjum tímabilsins sem fara fram utandyra. Leikirnir eru hluti af Stadium Series en það verður einnig spilað á Dodger Stadium (Los Angeles), Yankee Stadium (New York, 2 leikir), Soldier Field (Chicago) og BC Place (Vancouver). Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum sögulega leik í Michigan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty
Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sjá meira