Audi ratar á grænu ljósin Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 12:30 Prófunarbíllinn - Audi A6 Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent