Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2014 19:30 Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. Sérleyfið var afhent undir mótmælum umhverfissamtaka. Nokkrir tugir einstaklinga með mótmælaspjöld gegn olíuleit púuðu á fulltrúa olíufélaganna og stjórnvalda þegar þeir gengu í Þjóðmenningarhúsið. Frá mótmælunum í dag.Mynd/Árni Finnsson, NVSÍ. Það kom þó ekki í veg fyrir að Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti þriðja og síðasta olíuleyfið í þessari atrennu en rekstaraðili þess verður kínverska ríkisolíufélagið CNOOC. Aðrir handhafar leyfisins eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Þar með er búið að úthluta þremur leyfum og er Petoro 25% aðili að hverju þeirra, og þar með stærsti sérleyfishafinn á Drekasvæðinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði þetta stóran dag. Nú væri að ljúka fyrsta áfanga á langri leið sem ekki væri útséð með hvernig endaði. Leyfismálum væri nú lokið og nú gætu fyrirtækin hafist handa. Nú er í fyrsta sinn komið risaolíufélag á Drekasvæðið. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir það mikil þáttaskil. Alls óvíst sé hvort olía eða gas finnist á Drekasvæðinu en þetta sé viðurkenning, sem auki líkurnar á því að eitthvað finnist. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra olíumála.Stöð 2/Einar Varaforseti CNOOC, Cheng Ming, segir fyrirtækið koma til Íslands í von um árangursríka leit. Þetta sé ónumið svæði sem hafi lítið verið rannsakað. Því þurfi að leggja í mikla vinnu til að staðfesta að þar sé olía. Heiðar Már Guðjónsson segir CNOOC eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum heims og með stærstu olíufélögunum. Þeir bori eina nýja holu í hverri viku, sambærilegar á við þær sem bora þurfi á Drekasvæðinu. Ein slík hola kosti á við heila Hörpu. „Þarna erum við komnir með mjög öflugan samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á því að vinna á norðlægum slóðum.” Það sé í ekki síst í gegnum eignarhald þess á kanadísku fyrirtæki. Vel fór á með Kínverjum og Norðmönnum í dag en alþjóðafréttastofur hafa velt því upp hvort þetta samstarf þeirra við Íslandsstrendur boði þíðu í samskiptum ríkjanna eftir að Kínverjar móðguðust vegna friðarverðlauna Nóbels fyrir fjórum árum. Kínverski sendiherrann á Íslandi, Ma Jisheng, vildi þó aðeins tjá sig um samskiptin við Ísland. Þetta væri nýr áfangi og nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna sem færu stigvaxandi. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. En hvenær verður svo hafist handa? „Bergmálsmælingar strax næsta sumar. Boranir í fyrsta lagi eftir 4 ár en í síðasta lagi eftir 8 ár,” svarar stjórnarformaður Eykons. Ráðherrann segir að núverandi ríkisstjórn verði ekki við kröfum umhverfissamtaka um að hætta við. „Ég vek reyndar athygli á því að það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem skipuð var öðrum flokkum en eru í dag, sem setti þetta ferli af stað. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að það sé pólitískur vilji á Alþingi til að stöðva þetta ferli,” segir Ragnheiður Elín. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira
Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. Sérleyfið var afhent undir mótmælum umhverfissamtaka. Nokkrir tugir einstaklinga með mótmælaspjöld gegn olíuleit púuðu á fulltrúa olíufélaganna og stjórnvalda þegar þeir gengu í Þjóðmenningarhúsið. Frá mótmælunum í dag.Mynd/Árni Finnsson, NVSÍ. Það kom þó ekki í veg fyrir að Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti þriðja og síðasta olíuleyfið í þessari atrennu en rekstaraðili þess verður kínverska ríkisolíufélagið CNOOC. Aðrir handhafar leyfisins eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Þar með er búið að úthluta þremur leyfum og er Petoro 25% aðili að hverju þeirra, og þar með stærsti sérleyfishafinn á Drekasvæðinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði þetta stóran dag. Nú væri að ljúka fyrsta áfanga á langri leið sem ekki væri útséð með hvernig endaði. Leyfismálum væri nú lokið og nú gætu fyrirtækin hafist handa. Nú er í fyrsta sinn komið risaolíufélag á Drekasvæðið. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir það mikil þáttaskil. Alls óvíst sé hvort olía eða gas finnist á Drekasvæðinu en þetta sé viðurkenning, sem auki líkurnar á því að eitthvað finnist. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra olíumála.Stöð 2/Einar Varaforseti CNOOC, Cheng Ming, segir fyrirtækið koma til Íslands í von um árangursríka leit. Þetta sé ónumið svæði sem hafi lítið verið rannsakað. Því þurfi að leggja í mikla vinnu til að staðfesta að þar sé olía. Heiðar Már Guðjónsson segir CNOOC eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum heims og með stærstu olíufélögunum. Þeir bori eina nýja holu í hverri viku, sambærilegar á við þær sem bora þurfi á Drekasvæðinu. Ein slík hola kosti á við heila Hörpu. „Þarna erum við komnir með mjög öflugan samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á því að vinna á norðlægum slóðum.” Það sé í ekki síst í gegnum eignarhald þess á kanadísku fyrirtæki. Vel fór á með Kínverjum og Norðmönnum í dag en alþjóðafréttastofur hafa velt því upp hvort þetta samstarf þeirra við Íslandsstrendur boði þíðu í samskiptum ríkjanna eftir að Kínverjar móðguðust vegna friðarverðlauna Nóbels fyrir fjórum árum. Kínverski sendiherrann á Íslandi, Ma Jisheng, vildi þó aðeins tjá sig um samskiptin við Ísland. Þetta væri nýr áfangi og nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna sem færu stigvaxandi. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. En hvenær verður svo hafist handa? „Bergmálsmælingar strax næsta sumar. Boranir í fyrsta lagi eftir 4 ár en í síðasta lagi eftir 8 ár,” svarar stjórnarformaður Eykons. Ráðherrann segir að núverandi ríkisstjórn verði ekki við kröfum umhverfissamtaka um að hætta við. „Ég vek reyndar athygli á því að það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem skipuð var öðrum flokkum en eru í dag, sem setti þetta ferli af stað. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að það sé pólitískur vilji á Alþingi til að stöðva þetta ferli,” segir Ragnheiður Elín.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Sjá meira