Bíó og sjónvarp

Fékk sjö milljónir fyrir Wolf of Wall Street

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Jonah Hill vildi ekkert meira en að vinna með leikstjóranum Martin Scorsese í kvikmyndinni Wolf of Wall Street þannig að hann tók á sig dágóða launalækkun.

„Þeir buðu mér lágmarkslaun, það var tilboðið þeirra. Ég sagðist geta skrifað undir samning í kvöld. Bað þá um að faxa mér þá sama kvöld. Ég vildi skrifa undir áður en þeir skiptu um skoðun. Ég sagðist vilja skrifa undir áður en ég færi að sofa svo þeir gætu ekki skipt um skoðun,“ segir Jonah í viðtali við Howard Stern en Jonah leikur Donnie Azoff í myndinni. Fyrir hlutverk sitt nældi hann í tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.

„Ég fékk lágmarkslaun. Lágmarkslaun hjá Screen Actors' Guild eru um sextíu þúsund dollarar,“ segir Jonah en það þýðir að hann hafi fengið tæplega sjö milljónir króna fyrir hlutverk sitt í myndinni sem telst lítið á Hollywood-mælikvarða.

„Ég fékk þetta borgað fyrir næstum því sjö mánaða tökutímabil.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.