Varar Rússa við afskiptum á Krímskaga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2014 15:03 Rússneskir fánar voru dregnir að húni á þaki þinghússins. vísir/afp Oleksandr Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, varar Rússa við hernaðarlegri íhlutun á Krímskaga, þar sem allt er nú á suðupunkti á milli stuðningsmanna Viktors Janúkovítsj, fyrrverandi forseta, og andstæðinga hans. Aðvörunin kemur í kjölfar þess að vopnaðir menn hertóku þinghús og stjórnarráð borgarinnar Simferópól í morgun. Mennirnir eru sagðir sérsveitarmenn frá Sevastópól, stærstu borgar Krímskaga. Þinghúsið er umkringt mótmælendum og lögreglumönnum, og er rússneskum fánum flaggað á þaki hússins. Búið er að girða húsið af á meðan samið er við sérsveitarmennina. Þá segir Arsení Jatsenjúk, nýskipaður forsætisráðherra Úkraínu, í samtali við BBC að hann óski þess að Rússar haldi sig fjarri átökunum. Jatsenjúk er einn helsti bandamaður Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var sleppt úr fangelsi í síðustu viku. Ummæli leiðtoganna koma í kjölfar heræfinga Rússa skammt frá landamærum Úkraínu sem fram fóru í gær og héldu áfram í dag. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATÓ, hefur einnig tjáð sig um ástandið og varar hann Rússa við því að blanda sér í deilurnar. Fyrr í dag var greint frá því að Janúkovítsj, fyrrverandi forseti, líti enn á sig sem löglegan leiðtoga Úkraínu. Hann hefur leitað verndar hjá rússneskum stjórnvöldum sem hafa orðið við beiðni hans. Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Oleksandr Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, varar Rússa við hernaðarlegri íhlutun á Krímskaga, þar sem allt er nú á suðupunkti á milli stuðningsmanna Viktors Janúkovítsj, fyrrverandi forseta, og andstæðinga hans. Aðvörunin kemur í kjölfar þess að vopnaðir menn hertóku þinghús og stjórnarráð borgarinnar Simferópól í morgun. Mennirnir eru sagðir sérsveitarmenn frá Sevastópól, stærstu borgar Krímskaga. Þinghúsið er umkringt mótmælendum og lögreglumönnum, og er rússneskum fánum flaggað á þaki hússins. Búið er að girða húsið af á meðan samið er við sérsveitarmennina. Þá segir Arsení Jatsenjúk, nýskipaður forsætisráðherra Úkraínu, í samtali við BBC að hann óski þess að Rússar haldi sig fjarri átökunum. Jatsenjúk er einn helsti bandamaður Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var sleppt úr fangelsi í síðustu viku. Ummæli leiðtoganna koma í kjölfar heræfinga Rússa skammt frá landamærum Úkraínu sem fram fóru í gær og héldu áfram í dag. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATÓ, hefur einnig tjáð sig um ástandið og varar hann Rússa við því að blanda sér í deilurnar. Fyrr í dag var greint frá því að Janúkovítsj, fyrrverandi forseti, líti enn á sig sem löglegan leiðtoga Úkraínu. Hann hefur leitað verndar hjá rússneskum stjórnvöldum sem hafa orðið við beiðni hans.
Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira