Ríkisstjórnarsáttmáli landsfundar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 08:57 Afstaða formanns Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum, eða réttara sagt breytt afstaða hans, hefur átt umræðuna undanfarna daga. Það er ekki í fyrsta sinn sem formaðurinn breytir afstöðu sinni í þessum málaflokki, árið 2008 lýsti hann því yfir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að hann, ásamt núverandi menntamálaráðherra, vildi leggja það í hendur þjóðarinnar að taka afstöðu til Evrópusambandsins og sagði að krónan myndi reynast okkur fjötur um fót í lengri tíma. Formaðurinn, Bjarni Benediktsson, hefur nú skipt um skoðun og telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins og vill alls ekki bera málið undir þjóð sína.Það má skipta um skoðun Það ætti ekki að telja mönnum það til lasts að skipta um skoðun. Raunar mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna að þeir hafi talað með óábyrgum hætti á einhverjum tímapunkti en eftir að hafa kynnt sér mál betur hafi þeir komist að annarri niðurstöðu en upphaflega. Bjarni sagði í byrjun mánaðarins að frá því hann ritaði framangreinda grein hefði hann skoðað gjaldmiðlamál um alla Evrópu og færst yfir á þá skoðun að Íslendingar verði einfaldlega að sýna aga til að reka eigin mynt, sem þeir þyrftu að gera til að taka upp evruna hvort sem er. Gott og vel. Bjarni Benediktsson er maður að meiri fyrir að viðurkenna að hafa kynnt sér málið betur og skipt um skoðun. Hins vegar er það ekki jafn aðdáunarvert hvernig Bjarni hefur ákveðið að standa að málum undanfarna daga. Í aðdraganda kosninga auglýsti Sjálfstæðisflokkurinn það sérstaklega, að hann hygðist beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina – og raunar var Bjarni mjög skýr um nákvæmlega hvenær hún yrði haldin. Það var auglýst í kosningabæklingum og sjónvarpsþáttum og þá er skýrt kveðið á um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Bjarni vísar hins vegar, máli sínu til stuðnings, í samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem skýrt er kveðið á um að hætta skuli viðræðum við ESB. Þannig hefði öllum átt að vera afstaða flokksins ljós og ekkert að koma á óvart. Það var og. Það eru væntanlega þjóðinni allri ný tíðindi að ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins gangi framar bæði kosningaloforðum frambjóðenda sem og ríkisstjórnarsáttmála. Raunar hafa landsfundarfulltrúar flokksins vælt eins og stungnir grísir í gegnum árin yfir því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gangi ítrekað gegn ályktunum landsfundar og hafi þær að engu.Landsfundur ofar öðru En nú virðist ætla að verða breyting þar á. Þá er ekki úr vegi að rifja aðeins upp hvað landsfundur, æðsta vald íslenskra stjórnmála, samþykkti síðast. Þannig segir í ályktun landsfundar að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar og kanna skuli alla möguleika í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Flokkurinn vill lækka um tug mismunadi skatta, tolla og gjöld, og afnema annan. Sjálfstæðisflokkurinn vill einnig að heimilt verði að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum. Sjálfstæðismenn vilja þar að auki heilbrigða samkeppni með landbúnaðarafurðir og telja mikilvægt að hlúa að lista- og menningarlífi þjóðarinnar og standa vörð um menningarstofnanir. Í stjórnmálaályktun flokksins segir að besta leiðin til þess að styrkja stöðu heimilanna sé að tryggja fólki möguleika til að stunda arðbæra atvinnu. Flokkurinn sagðist munu leggja rækt við atvinnulífið og vinna að bættu umhverfi í samráði og sátt við fyrirtækin í landinu. Tryggja þurfi að hér á landi sé rekstrarumhverfi sem er samkeppnishæft við það besta sem gerist.Bjart framundan hjá frjálslyndu fólki Þó að frjálslynt fólk kunni að greina á um hvort Íslandi sé betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins er ljóst að innan ályktana Sjálfstæðisflokksins má finna ýmis atriði sem það ætti að geta sameinast um. Það hlýtur þá að vera, þrátt fyrir þessa brösugu byrjun, von á góðu fyrir atvinnurekendur, viðskiptalífið og frjálslynt fólk í íslensku samfélagi úr því að landsfundarályktanir Sjálfstæðisflokksins eru skyndilega orðnar að sakramenti í stjórnmálastefnu ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Afstaða formanns Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum, eða réttara sagt breytt afstaða hans, hefur átt umræðuna undanfarna daga. Það er ekki í fyrsta sinn sem formaðurinn breytir afstöðu sinni í þessum málaflokki, árið 2008 lýsti hann því yfir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að hann, ásamt núverandi menntamálaráðherra, vildi leggja það í hendur þjóðarinnar að taka afstöðu til Evrópusambandsins og sagði að krónan myndi reynast okkur fjötur um fót í lengri tíma. Formaðurinn, Bjarni Benediktsson, hefur nú skipt um skoðun og telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins og vill alls ekki bera málið undir þjóð sína.Það má skipta um skoðun Það ætti ekki að telja mönnum það til lasts að skipta um skoðun. Raunar mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna að þeir hafi talað með óábyrgum hætti á einhverjum tímapunkti en eftir að hafa kynnt sér mál betur hafi þeir komist að annarri niðurstöðu en upphaflega. Bjarni sagði í byrjun mánaðarins að frá því hann ritaði framangreinda grein hefði hann skoðað gjaldmiðlamál um alla Evrópu og færst yfir á þá skoðun að Íslendingar verði einfaldlega að sýna aga til að reka eigin mynt, sem þeir þyrftu að gera til að taka upp evruna hvort sem er. Gott og vel. Bjarni Benediktsson er maður að meiri fyrir að viðurkenna að hafa kynnt sér málið betur og skipt um skoðun. Hins vegar er það ekki jafn aðdáunarvert hvernig Bjarni hefur ákveðið að standa að málum undanfarna daga. Í aðdraganda kosninga auglýsti Sjálfstæðisflokkurinn það sérstaklega, að hann hygðist beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina – og raunar var Bjarni mjög skýr um nákvæmlega hvenær hún yrði haldin. Það var auglýst í kosningabæklingum og sjónvarpsþáttum og þá er skýrt kveðið á um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Bjarni vísar hins vegar, máli sínu til stuðnings, í samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem skýrt er kveðið á um að hætta skuli viðræðum við ESB. Þannig hefði öllum átt að vera afstaða flokksins ljós og ekkert að koma á óvart. Það var og. Það eru væntanlega þjóðinni allri ný tíðindi að ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins gangi framar bæði kosningaloforðum frambjóðenda sem og ríkisstjórnarsáttmála. Raunar hafa landsfundarfulltrúar flokksins vælt eins og stungnir grísir í gegnum árin yfir því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gangi ítrekað gegn ályktunum landsfundar og hafi þær að engu.Landsfundur ofar öðru En nú virðist ætla að verða breyting þar á. Þá er ekki úr vegi að rifja aðeins upp hvað landsfundur, æðsta vald íslenskra stjórnmála, samþykkti síðast. Þannig segir í ályktun landsfundar að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar og kanna skuli alla möguleika í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Flokkurinn vill lækka um tug mismunadi skatta, tolla og gjöld, og afnema annan. Sjálfstæðisflokkurinn vill einnig að heimilt verði að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum. Sjálfstæðismenn vilja þar að auki heilbrigða samkeppni með landbúnaðarafurðir og telja mikilvægt að hlúa að lista- og menningarlífi þjóðarinnar og standa vörð um menningarstofnanir. Í stjórnmálaályktun flokksins segir að besta leiðin til þess að styrkja stöðu heimilanna sé að tryggja fólki möguleika til að stunda arðbæra atvinnu. Flokkurinn sagðist munu leggja rækt við atvinnulífið og vinna að bættu umhverfi í samráði og sátt við fyrirtækin í landinu. Tryggja þurfi að hér á landi sé rekstrarumhverfi sem er samkeppnishæft við það besta sem gerist.Bjart framundan hjá frjálslyndu fólki Þó að frjálslynt fólk kunni að greina á um hvort Íslandi sé betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins er ljóst að innan ályktana Sjálfstæðisflokksins má finna ýmis atriði sem það ætti að geta sameinast um. Það hlýtur þá að vera, þrátt fyrir þessa brösugu byrjun, von á góðu fyrir atvinnurekendur, viðskiptalífið og frjálslynt fólk í íslensku samfélagi úr því að landsfundarályktanir Sjálfstæðisflokksins eru skyndilega orðnar að sakramenti í stjórnmálastefnu ríkisstjórnarinnar.