Mest seldi bíllinn í Úkraínu er kínverskur Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2014 14:42 Ljóst er að efnahagsástandið í Úkraínu er ekki líkt og á vesturlöndum og eitt gott ráð til að setja fingurinn á hverslags ástand er í hverju landi er að kíkja á hvaða bílgerð selst best í viðkomandi landi. Í Úkraínu er það bíll frá Kína, Geely CK, sem kostar þar um 735.000 krónur. Hér á landi var það Skoda Octavia í fyrra sem kostar nú frá 3,8 milljónum. Í Bandaríkjunum er það pallbíllinn Ford F-150 sem í sinni ódýrustu útgáfu myndi kosta rétt innan við 10 milljónir hérlendis, en ennþá er ekki leyfilegt að flytja þann bíl inn frá Bandaríkjunum vegna ósamræmingar á CO2 gildum þar og í Evrópu. Hann kostar hinsvegar aðeins 33.800 dollara í Bandaríkjunum, um 3,8 milljónir, sem er það sama og Octavia kosta hér. Það er því ljóst að mikið ber í milli á verði vinsælasta bílsins í Úkraínu og þessum tveimur löndum. Geely CK bíllinn kínverski er með 94 hestafla Toyota vél en í hann er ekki mikið lagt að öðru leiti. Innréttingin eins og frá síðustu öld og þeir fáu vestrænir bílablaðamenn sem reynsluekið hafa honum eru ekki ýkja hrifnir af honum og segja hann bila mikið. Kínverski bílaframleiðandinn Geely á Volvo og getur örugglega lært talsvert af þeim sænska við smíði vandaðra bíla á næstu árum. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Ljóst er að efnahagsástandið í Úkraínu er ekki líkt og á vesturlöndum og eitt gott ráð til að setja fingurinn á hverslags ástand er í hverju landi er að kíkja á hvaða bílgerð selst best í viðkomandi landi. Í Úkraínu er það bíll frá Kína, Geely CK, sem kostar þar um 735.000 krónur. Hér á landi var það Skoda Octavia í fyrra sem kostar nú frá 3,8 milljónum. Í Bandaríkjunum er það pallbíllinn Ford F-150 sem í sinni ódýrustu útgáfu myndi kosta rétt innan við 10 milljónir hérlendis, en ennþá er ekki leyfilegt að flytja þann bíl inn frá Bandaríkjunum vegna ósamræmingar á CO2 gildum þar og í Evrópu. Hann kostar hinsvegar aðeins 33.800 dollara í Bandaríkjunum, um 3,8 milljónir, sem er það sama og Octavia kosta hér. Það er því ljóst að mikið ber í milli á verði vinsælasta bílsins í Úkraínu og þessum tveimur löndum. Geely CK bíllinn kínverski er með 94 hestafla Toyota vél en í hann er ekki mikið lagt að öðru leiti. Innréttingin eins og frá síðustu öld og þeir fáu vestrænir bílablaðamenn sem reynsluekið hafa honum eru ekki ýkja hrifnir af honum og segja hann bila mikið. Kínverski bílaframleiðandinn Geely á Volvo og getur örugglega lært talsvert af þeim sænska við smíði vandaðra bíla á næstu árum.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent