Volkswagen Golf R langbakur Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 12:45 Langbaksgerð Volkswagen Golf R. Volkswagen Golf bílar eru til í ótrúlega mörgum útfærslum og með meira úrvali véla en gengur og gerist með flestar bílgerðir. Kraftaútgáfur Golf eru nú þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI, GTD dísilbíll, GTE tvinnbíll og sá allra öflugasti Golf R, auk þess sem til eru blæjuútgáfur GTI og Golf R. Þar með er ekki öll sagan sögð því Volkswagen virðist einnig ætla að bjóða Golf R í langbaksútfærslu. Sést hefur til prófana á þannig bíl. Hann verður þá væntanlega með sömu 300 hestafla, 2,0 lítra vélinni með forþjöppu sem er í venjulegum Golf R. Hann ætti því að sameina sportbílaeiginleika með miklu notagildi. Er þá kominn bíll með ekki ósvipað DNA og Audi RS4, sem reyndar fæst aðeins í langbaksútfærslu, en þessi ætti bara að verða miklu ódýrari. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur nú fengið fyrsta bílinn af hefðbundinni gerð Golf R og má nú berja hann augum í sýningarsal Heklu á Laugavegi. Er þar á ferð mikið augnayndi, en að sögn Heklumanna hafa 2 slíkir bílar selst nú þegar og því líklegt að fleiri séu á leiðinni. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Volkswagen Golf bílar eru til í ótrúlega mörgum útfærslum og með meira úrvali véla en gengur og gerist með flestar bílgerðir. Kraftaútgáfur Golf eru nú þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI, GTD dísilbíll, GTE tvinnbíll og sá allra öflugasti Golf R, auk þess sem til eru blæjuútgáfur GTI og Golf R. Þar með er ekki öll sagan sögð því Volkswagen virðist einnig ætla að bjóða Golf R í langbaksútfærslu. Sést hefur til prófana á þannig bíl. Hann verður þá væntanlega með sömu 300 hestafla, 2,0 lítra vélinni með forþjöppu sem er í venjulegum Golf R. Hann ætti því að sameina sportbílaeiginleika með miklu notagildi. Er þá kominn bíll með ekki ósvipað DNA og Audi RS4, sem reyndar fæst aðeins í langbaksútfærslu, en þessi ætti bara að verða miklu ódýrari. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur nú fengið fyrsta bílinn af hefðbundinni gerð Golf R og má nú berja hann augum í sýningarsal Heklu á Laugavegi. Er þar á ferð mikið augnayndi, en að sögn Heklumanna hafa 2 slíkir bílar selst nú þegar og því líklegt að fleiri séu á leiðinni.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent