Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 16:30 Anna á Stóru-Borg komin með nakinn smalapiltinn í rúmið. Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson í hlutverkum sínum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira