Tónlist

Pollapönk á breska vinsældarlistanum

Pollapönk heillar Breta.
Pollapönk heillar Breta. Vísir/Getty
Hljómsveitin Pollapönk er komin í 70. sætið á breska topp 100 vinsældarlistanum, með lagið sitt No Prejudice. Þetta sýnir það og sannar að lagið hefur fallið vel í kramið hjá hlustendum á erlendri grundu.

Listinn inniheldur hundrað vinsælustu smáskífulögin
á Bretlandi en á listanum er að finna stórstjörnur á borð Michael Jackson, Pharrell Williams, Coldplay og Katy Perry, svo nokkrar séu nefndar.

Sig­ur­lag hinn­ar austurísku Conchitu Wurst, Rise Like a Phoen­ix, er í sautjánda sæt listans og þá er hollenska lagið, Calm After The Storm með Common Linnets í níunda sæti listans.

Fleiri Eurovision eru á listanum en framlag okkar, No Prejudice lenti í 15. sæti í Eurovision fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.