GM borgar 4 milljarða í sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 16:15 Höfuðstöðvar General Motors. Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent
Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent