Ótakmarkað af fullnægingum Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 20. maí 2014 10:00 Fullnæging getur verið mis sterk og stunur geta aukið á unaðinn. Vísir/Getty Margir grínast gjarnan með það hversu frábært það væri að fá endalaust af fullnægingum og sumir setja sér það markmið í kynlífi og samförum að fá svokallaðar raðfullnægingar. Það er smá misskilningur í samræðum um fullnægingar og verða þær leiðréttar hér. 1. Fullnæging getur varað mis lengi og verið mis sterk 2. Bæði karlar og konur geta fengið nokkrar fullnægingar í kynlífi en það er ekki til nein regla að allar konur geti alltaf fengið fleiri en eina fullnægingu eða að karlar séu búnir með tímabundinn kvóta eftir eina fullnægingu 3. Karlar geta fengið sáðlát án þess að fá fullnægingu, og fullnægingu án þess að fá sáðlát 4. Sumir telja stunur geta aukið á unað fullnægingar en stunur eru ekki nauðsynlegar til að fá fullnægingu 6. Það getur verið óraunhæf vænting að ætla fá fullnægingu á sama tíma og bólfélaginn, því getur verið ánægjulegt að fá fullnægingu í forleiknum og mögulega einnig í samförunum ef þær eiga sér stað og ef stemming er fyrir því 7. Fullnæging hefur ýmis jákvæð áhrif á líkamann, bæði eykur gleði, léttir á streitu, er náttúrulegt verkjalyf og gefur húðinni fallegan bjarma, svo fátt eitt sé nefnt 8. Sumir geta fengið fullnægingu án þess að örva kynfærin með höndum eða græjum 9. Ein algengasta ástæðan sem er gefin fyrir því að „feika“ eða gera sér upp fullnægingu er til að láta bólfélaganum líða betur og svo kynlífið hætti 10. Sumir flokka fullnægingar eftir örvunarstöðum en ef þú spyrð mig þá skiptir ekki aðalmáli hvaðan hún kom því hún er yfirleitt mjög ánægjuleg 11. Víbratorinn var fundinn upp af læknum til að flýta fyrir fullnægingu kvenna 12. Kynlíf getur verið mjög ánægjulegt þó viðkomandi fái ekki fullnægingu Þó eru til dæmi um einstaklinga sem upplifa langvarandi fullnægingu og er dæmi um konu sem var með þriggja klukkustunda langa fullnægingu. Viðkomandi komst ekki óstudd út úr húsi á meðan á fullnægingu stóð, það getur varla hljóma eftirsóknarvert og reyndar er tilefni til þess að leita rakleitt til bráðamóttökunnar. Þá benda rannsóknir til þess að bæði karlmenn og konur geta fengið nokkrar fullnægingar í kynlífi en dæmið sem er sýnt í heimildamyndinni er frekar sjaldgjæft. Eins og sést í þessari heimildamynd þá er það ekki tekið út með sældinni einni saman að dæla út fullnægingum. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Margir grínast gjarnan með það hversu frábært það væri að fá endalaust af fullnægingum og sumir setja sér það markmið í kynlífi og samförum að fá svokallaðar raðfullnægingar. Það er smá misskilningur í samræðum um fullnægingar og verða þær leiðréttar hér. 1. Fullnæging getur varað mis lengi og verið mis sterk 2. Bæði karlar og konur geta fengið nokkrar fullnægingar í kynlífi en það er ekki til nein regla að allar konur geti alltaf fengið fleiri en eina fullnægingu eða að karlar séu búnir með tímabundinn kvóta eftir eina fullnægingu 3. Karlar geta fengið sáðlát án þess að fá fullnægingu, og fullnægingu án þess að fá sáðlát 4. Sumir telja stunur geta aukið á unað fullnægingar en stunur eru ekki nauðsynlegar til að fá fullnægingu 6. Það getur verið óraunhæf vænting að ætla fá fullnægingu á sama tíma og bólfélaginn, því getur verið ánægjulegt að fá fullnægingu í forleiknum og mögulega einnig í samförunum ef þær eiga sér stað og ef stemming er fyrir því 7. Fullnæging hefur ýmis jákvæð áhrif á líkamann, bæði eykur gleði, léttir á streitu, er náttúrulegt verkjalyf og gefur húðinni fallegan bjarma, svo fátt eitt sé nefnt 8. Sumir geta fengið fullnægingu án þess að örva kynfærin með höndum eða græjum 9. Ein algengasta ástæðan sem er gefin fyrir því að „feika“ eða gera sér upp fullnægingu er til að láta bólfélaganum líða betur og svo kynlífið hætti 10. Sumir flokka fullnægingar eftir örvunarstöðum en ef þú spyrð mig þá skiptir ekki aðalmáli hvaðan hún kom því hún er yfirleitt mjög ánægjuleg 11. Víbratorinn var fundinn upp af læknum til að flýta fyrir fullnægingu kvenna 12. Kynlíf getur verið mjög ánægjulegt þó viðkomandi fái ekki fullnægingu Þó eru til dæmi um einstaklinga sem upplifa langvarandi fullnægingu og er dæmi um konu sem var með þriggja klukkustunda langa fullnægingu. Viðkomandi komst ekki óstudd út úr húsi á meðan á fullnægingu stóð, það getur varla hljóma eftirsóknarvert og reyndar er tilefni til þess að leita rakleitt til bráðamóttökunnar. Þá benda rannsóknir til þess að bæði karlmenn og konur geta fengið nokkrar fullnægingar í kynlífi en dæmið sem er sýnt í heimildamyndinni er frekar sjaldgjæft. Eins og sést í þessari heimildamynd þá er það ekki tekið út með sældinni einni saman að dæla út fullnægingum.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira