Oddvitaáskorunin - Syngur eingöngu til að rýma hús 28. maí 2014 17:01 Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveitunga í Þingeyjarsveit. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected].Við Héraðsvötnin fyrr á árum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected].Við Héraðsvötnin fyrr á árum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira