Sakar Ármann um að ganga á bak orða sinna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. júní 2014 19:48 Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira