Audi vann Le Mans í 13. sinn Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 10:33 Audi R18 etron á fullri ferð í Le Mans um helgina. Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent