Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Óskar Örn Árnason skrifar 26. júní 2014 19:00 Cub Swanson er á fimm bardaga sigurgöngu í fjaðurvigtinni. Vísir/GETTY Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira