"Hef ég sagt þér í dag ...?“ Guðni Gunnarsson skrifar 6. júlí 2014 09:00 Hef ég sagt þér ..? Mynd/Getty Það getur verið flókið að taka ábyrgð á tilfinningum sínum, ekki síst þegar manni er tamt, eftir áratuga og víðtæka reynslu af því að nota sjálfsvorkunn, að kenna öðrum um það hvernig manni líður. Hér er örlítil dæmisaga um morgunógleði, athygli, húmor og að taka ábyrgð: Einu sinni vaknaði ég svolítið illa fyrirkallaður, dálítið blár og marinn á sálinni. „Aumingja ég“. Á meðan ég fór í sturtu og rakaði mig fór ég að leiða hugann að þessum bláma og gerði það sem ég geri svo oft þegar mikið liggur við – ég fór að leita að ástæðunni; þessari meintu ástæðu sem við viljum svo gjarnan finna til að skilja þjáninguna betur. Þegar ég er vel stemmdur byrja ég svona morgna á því að líta glettnislega í spegilinn og spyrja sjálfan mig: „Elsku Guðni, af hverju vorkennirðu þér í dag?“ En ekki þennan tiltekna morgun. Þennan morgun vildi ég finna ástæðu, helst ástæðu sem tengdist mér ekki beint. Lífið er gott, hugsaði ég, mér gengur vel í vinnunni, konan og börnin eru hamingjusöm, heilsan fín og orkan á góðu róli. Svo læddist að mér sú hugsun að Guðlaug, eiginkona mín til tíu ára, hefði svolítið annan tjáningarmáta en ég. Ég segi henni oft að ég elski hana, en hún sýnir ást sína meira í verki, með kærleiksríkri þjónustu við heimilið, mig og aðra fjölskyldumeðlimi. „Sennilega er þetta ástæðan fyrir því hversu orkulítill ég er í dag,“ hugsa ég með mér. „Það er reyndar töluvert langt síðan hún sagðist elska mig,“ hugsa ég og flókið samtal hefst í huga mér. Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. Ég hlæ að sjálfum mér og þeirri ætlun minni að gera úr mér fórnarlamb. Ég veit að konan mín elskar mig mjög mikið og ég er að búa til sögu í huganum sem á sér enga stoð í veruleikanum. Og skyndilega finn ég lausn á þessum svokallaða orkuskorti mínum – þessum bláma sem ég vaknaði með. Ég klára að hafa mig til, tek utan um konuna mína, horfi beint í augu hennar og segi: „Guðlaug, hef ég sagt þér í dag hvað þú elskar mig mikið?“ Hún lítur á mig, brosir, og svarar því neitandi. „Guðlaug, þú elskar mig mjög mikið,“ segi ég og brosandi kát samsinnir hún því. Við hlæjum bæði og ég segi henni frá raunum mínum í baðherberginu. Eftir þetta atvik get ég, hvenær sem mér finnst ég vera að missa af einhverju eða finn þörfina fyrir athygli og ást vaxa, tekið utan um konuna mína og sagt: „Guðlaug, hef ég sagt þér í dag hvað þú elskar mig mikið?“ Kærleikur, Guðni Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það getur verið flókið að taka ábyrgð á tilfinningum sínum, ekki síst þegar manni er tamt, eftir áratuga og víðtæka reynslu af því að nota sjálfsvorkunn, að kenna öðrum um það hvernig manni líður. Hér er örlítil dæmisaga um morgunógleði, athygli, húmor og að taka ábyrgð: Einu sinni vaknaði ég svolítið illa fyrirkallaður, dálítið blár og marinn á sálinni. „Aumingja ég“. Á meðan ég fór í sturtu og rakaði mig fór ég að leiða hugann að þessum bláma og gerði það sem ég geri svo oft þegar mikið liggur við – ég fór að leita að ástæðunni; þessari meintu ástæðu sem við viljum svo gjarnan finna til að skilja þjáninguna betur. Þegar ég er vel stemmdur byrja ég svona morgna á því að líta glettnislega í spegilinn og spyrja sjálfan mig: „Elsku Guðni, af hverju vorkennirðu þér í dag?“ En ekki þennan tiltekna morgun. Þennan morgun vildi ég finna ástæðu, helst ástæðu sem tengdist mér ekki beint. Lífið er gott, hugsaði ég, mér gengur vel í vinnunni, konan og börnin eru hamingjusöm, heilsan fín og orkan á góðu róli. Svo læddist að mér sú hugsun að Guðlaug, eiginkona mín til tíu ára, hefði svolítið annan tjáningarmáta en ég. Ég segi henni oft að ég elski hana, en hún sýnir ást sína meira í verki, með kærleiksríkri þjónustu við heimilið, mig og aðra fjölskyldumeðlimi. „Sennilega er þetta ástæðan fyrir því hversu orkulítill ég er í dag,“ hugsa ég með mér. „Það er reyndar töluvert langt síðan hún sagðist elska mig,“ hugsa ég og flókið samtal hefst í huga mér. Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. Ég hlæ að sjálfum mér og þeirri ætlun minni að gera úr mér fórnarlamb. Ég veit að konan mín elskar mig mjög mikið og ég er að búa til sögu í huganum sem á sér enga stoð í veruleikanum. Og skyndilega finn ég lausn á þessum svokallaða orkuskorti mínum – þessum bláma sem ég vaknaði með. Ég klára að hafa mig til, tek utan um konuna mína, horfi beint í augu hennar og segi: „Guðlaug, hef ég sagt þér í dag hvað þú elskar mig mikið?“ Hún lítur á mig, brosir, og svarar því neitandi. „Guðlaug, þú elskar mig mjög mikið,“ segi ég og brosandi kát samsinnir hún því. Við hlæjum bæði og ég segi henni frá raunum mínum í baðherberginu. Eftir þetta atvik get ég, hvenær sem mér finnst ég vera að missa af einhverju eða finn þörfina fyrir athygli og ást vaxa, tekið utan um konuna mína og sagt: „Guðlaug, hef ég sagt þér í dag hvað þú elskar mig mikið?“ Kærleikur, Guðni
Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira