Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2014 12:02 Palenstínskur maður virðir fyrir sér skemmdir eftir að Ísraelski herinn sendi flugskeyti á Gaza-borg nú snemma í morgun. Sveinn Rúnar segir ástandið skelfilegt. ap/arnþór Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar. Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar.
Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22
„Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47
Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20
Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00
Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45