Hægir ferðina ef nálgast er hraðamyndavél Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 09:15 Hraðamyndavélar verða litlir óvinir eigenda Hyundai Genesis. Draumabúnaðurinn er mættur, en hver væri ekki til í að fá aldrei hraðasekt úr sjálfvirkum hraðamyndavélum aftur? Hyundai hefur sett búnað í nýjan Genesis bíl sinn sem hægir ferðina á bílnum áður en komið er að hraðamyndavélum. Reyndar er búnaður Hyundai sáraeinfaldur og byggir á þekktri tækni. Hann samanstendur af samtvinnuðum upplýsingum úr leiðsögukerfi þar sem settar hafa verið upplýsingar um hvar þessar myndavélar eru og búnaði sem hægir sjálfvirkt á bílum ef farið er of nálægt öðrum bílum eða hlutum. Samtvinning þessa er stórsniðug og stundum þarf ekki að finna aftur upp hjólið til að úr verði frábær uppfinning. Ekki er eins víst að lögreglan, umferðastofur og þeir sem gæta ríkiskassans í hverju landi séu eins himinlifandi með þessa uppfinningu Hyundai og kaupendur Genesis. Í fyrstu verður þessi búnaður þó aðeins í boði í heimalandinu S-Kóreu, en vonandi kemur hann í bíla ætlaða Evrópumarkaði sem allra fyrst og þá í sem flestum gerðum Hyundai bíla. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Draumabúnaðurinn er mættur, en hver væri ekki til í að fá aldrei hraðasekt úr sjálfvirkum hraðamyndavélum aftur? Hyundai hefur sett búnað í nýjan Genesis bíl sinn sem hægir ferðina á bílnum áður en komið er að hraðamyndavélum. Reyndar er búnaður Hyundai sáraeinfaldur og byggir á þekktri tækni. Hann samanstendur af samtvinnuðum upplýsingum úr leiðsögukerfi þar sem settar hafa verið upplýsingar um hvar þessar myndavélar eru og búnaði sem hægir sjálfvirkt á bílum ef farið er of nálægt öðrum bílum eða hlutum. Samtvinning þessa er stórsniðug og stundum þarf ekki að finna aftur upp hjólið til að úr verði frábær uppfinning. Ekki er eins víst að lögreglan, umferðastofur og þeir sem gæta ríkiskassans í hverju landi séu eins himinlifandi með þessa uppfinningu Hyundai og kaupendur Genesis. Í fyrstu verður þessi búnaður þó aðeins í boði í heimalandinu S-Kóreu, en vonandi kemur hann í bíla ætlaða Evrópumarkaði sem allra fyrst og þá í sem flestum gerðum Hyundai bíla.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent