Cummings: Gunnar er óhefðbundinn bardagamaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2014 21:30 Zak Cummings. Vísir/Getty „Ég hef fylgst með Gunnari og ég er gríðarlega spenntur að fá að berjast við hann. Ég á von á jöfnum en spennandi bardaga á laugardaginn,“ sagði Zak Cummings, andstæðingur Gunnars, í viðtali við MMAFréttir.is í dag. „Hann er mjög óhefðbundinn bardagamaður, góður í að ná mönnum niður þar sem hann er sterkur. Við erum svipaðir að mörgu leyti hvað varðar það að við viljum berjast á jörðinni og ég held að ég sé betur undirbúinn en fyrrum keppinautar hans. Það má búast við frábærum bardaga.“ Cummings hefur eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir bardagann. „Ég fékk til liðs við mig þrefaldan meistara í Jui-Jitsu til þess að vera betur undirbúinn undir glímubrögð Gunnars. Ég hef reynt að skoða alla bardaga Gunnars og sjá hvað hann gerir svo hann geti ekki komið mér á óvart í bardaganum. Ég tel að bardaginn muni ráðast á hver hefur betur í litlu hlutunum.“ Líklegt er að Cummings verði 10-15 kílóum þyngri en Gunnar þegar bardaginn fer fram en hann telur að það muni ekki hafa áhrif. „Gunnar er að manni finnst alltaf minni og léttari fyrir bardagana svo það á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og fólk gerir ráð fyrir. Hann hefur lent í þessu áður en ég er mun sterkari en ég lít út fyrir að vera og ég get vonandi nýtt mér það.“ Talið er að áhorfendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars en Cummings ætlar ekki að láta slíkt trufla sig. „Stemmingin á ekki eftir að hafa áhrif. Ég er vanur því að berjast þar sem andstæðingurinn er á heimavelli og það hefur engin áhrif á mig. Gunnar verður líklegast sá sem aðdáendurnir eiga eftir að styðja en ég reyni að notfæri mér það og mun ekki láta baul hafa áhrif á mig,“ sagði Cummings.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is. MMA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira
„Ég hef fylgst með Gunnari og ég er gríðarlega spenntur að fá að berjast við hann. Ég á von á jöfnum en spennandi bardaga á laugardaginn,“ sagði Zak Cummings, andstæðingur Gunnars, í viðtali við MMAFréttir.is í dag. „Hann er mjög óhefðbundinn bardagamaður, góður í að ná mönnum niður þar sem hann er sterkur. Við erum svipaðir að mörgu leyti hvað varðar það að við viljum berjast á jörðinni og ég held að ég sé betur undirbúinn en fyrrum keppinautar hans. Það má búast við frábærum bardaga.“ Cummings hefur eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir bardagann. „Ég fékk til liðs við mig þrefaldan meistara í Jui-Jitsu til þess að vera betur undirbúinn undir glímubrögð Gunnars. Ég hef reynt að skoða alla bardaga Gunnars og sjá hvað hann gerir svo hann geti ekki komið mér á óvart í bardaganum. Ég tel að bardaginn muni ráðast á hver hefur betur í litlu hlutunum.“ Líklegt er að Cummings verði 10-15 kílóum þyngri en Gunnar þegar bardaginn fer fram en hann telur að það muni ekki hafa áhrif. „Gunnar er að manni finnst alltaf minni og léttari fyrir bardagana svo það á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og fólk gerir ráð fyrir. Hann hefur lent í þessu áður en ég er mun sterkari en ég lít út fyrir að vera og ég get vonandi nýtt mér það.“ Talið er að áhorfendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars en Cummings ætlar ekki að láta slíkt trufla sig. „Stemmingin á ekki eftir að hafa áhrif. Ég er vanur því að berjast þar sem andstæðingurinn er á heimavelli og það hefur engin áhrif á mig. Gunnar verður líklegast sá sem aðdáendurnir eiga eftir að styðja en ég reyni að notfæri mér það og mun ekki láta baul hafa áhrif á mig,“ sagði Cummings.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.
MMA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira