Fimm sekúndna gleði Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 13:45 Óheppilegt upphaf fyrstu ökuferðar. Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent