Eignir heimilanna jukust um 3,3% í fyrra en skuldir stóðu nánast í stað Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 16:16 Vísir/Valli Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Álagningin 2014 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2013 og eignum þeirra í lok árs 2013. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Helstu niðurstöður álagningarinnar eru eftirfarandi: Framteljendum fjölgar um 1,1% milli ára og eru 268.452. Alls fengu 163.862 einstaklingar álagðan almennan tekjuskatt og 256.689 fengu álagt útsvar. Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2014 vegna tekna árið 2013 nemur 988 ma.kr. og hefur hækkað um 6% frá fyrra ári. Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur 260,7 ma.kr. og hækkar um 7% milli ára. Álagður tekjuskattur nemur 43% af heildarfjárhæðinni og álagt útsvar 57%. Almennur tekjuskattur nemur 112,7 ma.kr. og er lagður á tæplega 164 þúsund framteljendur. Álagningin hækkar um 8% milli ára og gjaldendum fjölgar um 3,4%. Útsvarstekjur sveitarfélaga nema 148 ma.kr. sem er 6,3% aukning milli ára. Greiðendur útsvars eru tæplega 257 þúsund og fjölgaði um 1,2% frá fyrra ári. Ríkissjóður greiðir hluta útsvarsins í formi ónýtts persónuafsláttar vegna þeirra sem hafa tekjur undir skattleysismörkum. Sú fjárhæð nemur 10,4 milljörðum króna. Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 14,5 ma.kr. og hækkar um 23,7% milli ára. Rétt er að vekja athygli á því að breytingin milli ára er mjög mismunandi eftir tegundum fjármagnstekna. Gjaldendum fjármagnstekjuskatts fjölgar um 8% og eru þeir um 45 þúsund. Vaxtatekjur eru stærsti einstaki liður fjármagnstekna og nema 31,1 ma.kr. sem er 2,2% aukning frá árinu áður. Tekjur af arði nema 19,2 ma.kr. sem er 14,7% aukning frá fyrra ári og leigutekjur nema 9 ma.kr. sem er 1,6% lækkun milli ára. Þrátt fyrir þessa lækkun fjölgar þeim sem telja fram leigutekjur um 4,4% eða rúmlega 300 manns milli ára. Tekjur af söluhagnaði hækka hins vegar langmest milli áranna 2012 og 2013, eða úr 8,6 ma.kr. í 19,2 ma.kr., sem svarar til 124,3% aukningar. Þá rúmlega tvöfaldast fjöldi þeirra sem telja fram söluhagnað af hlutabréfum, eða úr 1.737 einstaklingum í 3.514 einstaklinga. Álagning auðlegðarskatts fer nú fram í síðasta sinn, en skatturinn var lagður á sem tímabundin aðgerð. Skatthlutfallið er 1,5% af eign á bilinu 75-150 milljónir hjá einhleypum og 100-200 milljónir hjá hjónum en 2,0% af eign umfram þessi mörk. Auðlegðarskatt greiða nú 6.534 aðilar, alls um 6,2 ma.kr., sem er 10,4% hækkun milli ára. Viðbótarauðlegðarskattur á hlutabréfaeign er lagður á 5.735 gjaldendur, samtals 4,7 ma.kr. sem er 35,3% aukning milli ára. Samanlagt hækkar auðlegðarskattur um 20% milli ára. Framtaldar eignir heimilanna námu 3.989 ma.kr. í lok síðasta árs og jukust um 3,3% frá fyrra ári. Fasteignir töldust 2.805 ma.kr. að verðmæti, eða 70% af eignum, og jókst verðmæti þeirra um 4,7% milli ára. Íbúðareigendum fækkar hins vegar lítillega milli ára. Framtaldar skuldir heimilanna námu 1.788 ma.kr. í árslok 2013 og standa nánast í stað frá fyrra ári. Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa námu 1.174 ma.kr. sem er 1,3% aukning milli ára. Eigið féheimila í fasteign sinni er nú í heild um 58% af verðmæti þeirra m.v. árslok 2013 samanborið við 49% í árslok 2010 þegar það var lægst. Tæplega 26 þúsund af 94 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram neinar skuldir vegna þess. Nettóeignir heimila, skilgreindar sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, jukust um 6,1% á árinu 2013. Útvarpsgjald nemur samtals 3,6 ma.kr. á árinu 2014. Fjárhæð þess er 19.400 kr. á hvern framteljanda á aldrinum 16–69 ára sem greiðir tekjuskatt. Greiðendum útvarpsgjalds fjölgar um 2.536 milli ára. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra nemur samtals 1,8 ma.kr. og eru greiðendur þess þeir sömu og greiða útvarpsgjald. Barnabætur nema 9,5 ma.kr. á þessu ári og lækka nokkuð milli ára þegar á heildina er litið eftir 35% hækkun þeirra milli áranna 2012 og 2013. Barnabætur eru þó mun hærri en á árunum 2011-2012. Tæplega 54 þúsund fjölskyldur fá barnabætur sem er 5,6% fækkun frá fyrra ári. Meðalfjárhæð barnabóta á fjölskyldu stendur því sem næst í stað milli áranna 2013 og 2014. Almennar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, sem einstaklingar greiddu af á árinu 2013, nema 8 ma.kr. sem er 8,4% lækkun milli ára. Almennar vaxtabætur fá tæplega 42 þúsund fjölskyldur og fækkar þeim um 6,6% frá fyrra ári. Lækkunin skýrist einkum af hækkun tekna og raunlækkun íbúðarskulda, sem hvort tveggja skerðir bæturnar, en einnig var tekjuskerðingarhlutfallið hækkað úr 8% í 8,5% til að beina bótunum betur að tekjulægri heimilum. Stærsti hluti álagðra gjalda hefur þegar verið innheimtur í staðgreiðslu. Við álagningu fer fram uppgjör á ofgreiddri eða vangreiddri staðgreiðslu auk ákvörðunar á barnabótum og/eða vaxtabótum. Hinn 1. ágúst verða greiddir 17,7 ma.kr. úr ríkissjóði til heimila. Þar er um að ræða endurgreiðslu áofgreiddum sköttum, barnabætur og vaxtabætur. Inneign framteljenda að lokinni álagningu er alls 21,6 ma.kr., en 3,9 ma.kr. af henni verður ráðstafað upp í kröfur ríkissjóðs vegna vangoldinna gjalda. Útborgunin er sundurliðuð í meðfylgjandi töflu. Skattar og tollar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Álagningin 2014 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2013 og eignum þeirra í lok árs 2013. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Helstu niðurstöður álagningarinnar eru eftirfarandi: Framteljendum fjölgar um 1,1% milli ára og eru 268.452. Alls fengu 163.862 einstaklingar álagðan almennan tekjuskatt og 256.689 fengu álagt útsvar. Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2014 vegna tekna árið 2013 nemur 988 ma.kr. og hefur hækkað um 6% frá fyrra ári. Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur 260,7 ma.kr. og hækkar um 7% milli ára. Álagður tekjuskattur nemur 43% af heildarfjárhæðinni og álagt útsvar 57%. Almennur tekjuskattur nemur 112,7 ma.kr. og er lagður á tæplega 164 þúsund framteljendur. Álagningin hækkar um 8% milli ára og gjaldendum fjölgar um 3,4%. Útsvarstekjur sveitarfélaga nema 148 ma.kr. sem er 6,3% aukning milli ára. Greiðendur útsvars eru tæplega 257 þúsund og fjölgaði um 1,2% frá fyrra ári. Ríkissjóður greiðir hluta útsvarsins í formi ónýtts persónuafsláttar vegna þeirra sem hafa tekjur undir skattleysismörkum. Sú fjárhæð nemur 10,4 milljörðum króna. Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 14,5 ma.kr. og hækkar um 23,7% milli ára. Rétt er að vekja athygli á því að breytingin milli ára er mjög mismunandi eftir tegundum fjármagnstekna. Gjaldendum fjármagnstekjuskatts fjölgar um 8% og eru þeir um 45 þúsund. Vaxtatekjur eru stærsti einstaki liður fjármagnstekna og nema 31,1 ma.kr. sem er 2,2% aukning frá árinu áður. Tekjur af arði nema 19,2 ma.kr. sem er 14,7% aukning frá fyrra ári og leigutekjur nema 9 ma.kr. sem er 1,6% lækkun milli ára. Þrátt fyrir þessa lækkun fjölgar þeim sem telja fram leigutekjur um 4,4% eða rúmlega 300 manns milli ára. Tekjur af söluhagnaði hækka hins vegar langmest milli áranna 2012 og 2013, eða úr 8,6 ma.kr. í 19,2 ma.kr., sem svarar til 124,3% aukningar. Þá rúmlega tvöfaldast fjöldi þeirra sem telja fram söluhagnað af hlutabréfum, eða úr 1.737 einstaklingum í 3.514 einstaklinga. Álagning auðlegðarskatts fer nú fram í síðasta sinn, en skatturinn var lagður á sem tímabundin aðgerð. Skatthlutfallið er 1,5% af eign á bilinu 75-150 milljónir hjá einhleypum og 100-200 milljónir hjá hjónum en 2,0% af eign umfram þessi mörk. Auðlegðarskatt greiða nú 6.534 aðilar, alls um 6,2 ma.kr., sem er 10,4% hækkun milli ára. Viðbótarauðlegðarskattur á hlutabréfaeign er lagður á 5.735 gjaldendur, samtals 4,7 ma.kr. sem er 35,3% aukning milli ára. Samanlagt hækkar auðlegðarskattur um 20% milli ára. Framtaldar eignir heimilanna námu 3.989 ma.kr. í lok síðasta árs og jukust um 3,3% frá fyrra ári. Fasteignir töldust 2.805 ma.kr. að verðmæti, eða 70% af eignum, og jókst verðmæti þeirra um 4,7% milli ára. Íbúðareigendum fækkar hins vegar lítillega milli ára. Framtaldar skuldir heimilanna námu 1.788 ma.kr. í árslok 2013 og standa nánast í stað frá fyrra ári. Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa námu 1.174 ma.kr. sem er 1,3% aukning milli ára. Eigið féheimila í fasteign sinni er nú í heild um 58% af verðmæti þeirra m.v. árslok 2013 samanborið við 49% í árslok 2010 þegar það var lægst. Tæplega 26 þúsund af 94 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram neinar skuldir vegna þess. Nettóeignir heimila, skilgreindar sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, jukust um 6,1% á árinu 2013. Útvarpsgjald nemur samtals 3,6 ma.kr. á árinu 2014. Fjárhæð þess er 19.400 kr. á hvern framteljanda á aldrinum 16–69 ára sem greiðir tekjuskatt. Greiðendum útvarpsgjalds fjölgar um 2.536 milli ára. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra nemur samtals 1,8 ma.kr. og eru greiðendur þess þeir sömu og greiða útvarpsgjald. Barnabætur nema 9,5 ma.kr. á þessu ári og lækka nokkuð milli ára þegar á heildina er litið eftir 35% hækkun þeirra milli áranna 2012 og 2013. Barnabætur eru þó mun hærri en á árunum 2011-2012. Tæplega 54 þúsund fjölskyldur fá barnabætur sem er 5,6% fækkun frá fyrra ári. Meðalfjárhæð barnabóta á fjölskyldu stendur því sem næst í stað milli áranna 2013 og 2014. Almennar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, sem einstaklingar greiddu af á árinu 2013, nema 8 ma.kr. sem er 8,4% lækkun milli ára. Almennar vaxtabætur fá tæplega 42 þúsund fjölskyldur og fækkar þeim um 6,6% frá fyrra ári. Lækkunin skýrist einkum af hækkun tekna og raunlækkun íbúðarskulda, sem hvort tveggja skerðir bæturnar, en einnig var tekjuskerðingarhlutfallið hækkað úr 8% í 8,5% til að beina bótunum betur að tekjulægri heimilum. Stærsti hluti álagðra gjalda hefur þegar verið innheimtur í staðgreiðslu. Við álagningu fer fram uppgjör á ofgreiddri eða vangreiddri staðgreiðslu auk ákvörðunar á barnabótum og/eða vaxtabótum. Hinn 1. ágúst verða greiddir 17,7 ma.kr. úr ríkissjóði til heimila. Þar er um að ræða endurgreiðslu áofgreiddum sköttum, barnabætur og vaxtabætur. Inneign framteljenda að lokinni álagningu er alls 21,6 ma.kr., en 3,9 ma.kr. af henni verður ráðstafað upp í kröfur ríkissjóðs vegna vangoldinna gjalda. Útborgunin er sundurliðuð í meðfylgjandi töflu.
Skattar og tollar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira