Bretar kaupa þýska bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 13:09 Sala Mercedes Benz bíla jókst um 17% á fyrri helmingi ársins. Það er til marks um ágætt efnahagsástand í Bretlandi að lúxusbílar þýsku bílaframleiðendanna BMW, Audi og Mercedes Benz seljast nú þar sem aldrei fyrr. Á meðan hefur sala þeirra bílamerkja sem þar seljast ávallt mest, þ.e. Ford og Vauxhall ekki vaxið nærri því eins mikið. Því hefur markaðshlutdeild þriggja þýsku merkjanna verulega aukist og er nú 17,3% samtals. Sala Mercedes Benz á fyrri helmingi ársins jókst mest, eða um 17%. Sala BMW jókst um 15% og Audi um 14%. Á sama tíma jókst sala Ford um 6% og Vauxhall um 7% og misstu bæði þau bílamerki um 0,5% af markaðshlutdeild sinni. Heildaraukningin í sölu bíla í Bretlandi á fyrri helmingi ársins nam 11%. Það eru reyndar fleiri bílamerki sem gerðu það gott á fyrri helmingi ársins í Bretlandi, en sala Dacia bíla frá Rúmeníu jókst um 80% og sala Skoda bíla jókst um 21%. Kóreska bílaframleiðandanum Kia gengur einnig vel í Bretlandi og jókst sala þess um 10% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins og er Bretland nú orðið stærsta bílasöluland Kia í Evrópu. Góð sala bíla í Bretlandi hefur nú orðið til þess að landið er orðið annað mesta bílasöluland í Evrópu á eftir Þýskalandi og höfðu Bretland og Frakkland sætaskipti. Búist er við því að alls muni 2,4 milljónir bíla seljast í Bretlandi í ár. Það yrði þó ekki stærsta bílasöluár í sögu Bretlands en árið 2003 seldust 2,58 milljónir bíla. Sala bíla í Bretlandi hefur nú vaxið 28 mánuði í röð. Hér að neðan sést sala stærsti bílaframleiðendanna í Bretlandi á fyrstu 6 mánuðum ársins og í sviga aftanvið vöxtur þeirra í prósentum. 1. Ford 173,554 (6) 2. Vauxhall 141,609 (7) 3. Volkswagen 110,666 (9) 4. Audi 83,761 (14) 5. BMW 75,122 (15) 6. Nissan 70,929 (15) 7. Mercedes 63,866 (17) 8. Peugeot 57,428 (3) 9. Toyota 51,064 (8)10. Citroen 44,090 (3) Hér sést núverandi markaðshlutdeild stærstu bílamerkjanna og staða þeirra fyrir ári síðan í prósentum.1. Ford 13.5 (14.0)2. Vauxhall 11.0 (11.4)3. Volkswagen 8.6 (8.7)4. Audi 6.5 (6.3)5. BMW 5.8 (5.6)6. Nissan 5.5 (5.3)7. Mercedes 5.0 (4.7)8. Peugeot 4.5 ( 4.8)9. Toyota 4.0 (4.0)10. Citroen 3.4 (3.7) Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent
Það er til marks um ágætt efnahagsástand í Bretlandi að lúxusbílar þýsku bílaframleiðendanna BMW, Audi og Mercedes Benz seljast nú þar sem aldrei fyrr. Á meðan hefur sala þeirra bílamerkja sem þar seljast ávallt mest, þ.e. Ford og Vauxhall ekki vaxið nærri því eins mikið. Því hefur markaðshlutdeild þriggja þýsku merkjanna verulega aukist og er nú 17,3% samtals. Sala Mercedes Benz á fyrri helmingi ársins jókst mest, eða um 17%. Sala BMW jókst um 15% og Audi um 14%. Á sama tíma jókst sala Ford um 6% og Vauxhall um 7% og misstu bæði þau bílamerki um 0,5% af markaðshlutdeild sinni. Heildaraukningin í sölu bíla í Bretlandi á fyrri helmingi ársins nam 11%. Það eru reyndar fleiri bílamerki sem gerðu það gott á fyrri helmingi ársins í Bretlandi, en sala Dacia bíla frá Rúmeníu jókst um 80% og sala Skoda bíla jókst um 21%. Kóreska bílaframleiðandanum Kia gengur einnig vel í Bretlandi og jókst sala þess um 10% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins og er Bretland nú orðið stærsta bílasöluland Kia í Evrópu. Góð sala bíla í Bretlandi hefur nú orðið til þess að landið er orðið annað mesta bílasöluland í Evrópu á eftir Þýskalandi og höfðu Bretland og Frakkland sætaskipti. Búist er við því að alls muni 2,4 milljónir bíla seljast í Bretlandi í ár. Það yrði þó ekki stærsta bílasöluár í sögu Bretlands en árið 2003 seldust 2,58 milljónir bíla. Sala bíla í Bretlandi hefur nú vaxið 28 mánuði í röð. Hér að neðan sést sala stærsti bílaframleiðendanna í Bretlandi á fyrstu 6 mánuðum ársins og í sviga aftanvið vöxtur þeirra í prósentum. 1. Ford 173,554 (6) 2. Vauxhall 141,609 (7) 3. Volkswagen 110,666 (9) 4. Audi 83,761 (14) 5. BMW 75,122 (15) 6. Nissan 70,929 (15) 7. Mercedes 63,866 (17) 8. Peugeot 57,428 (3) 9. Toyota 51,064 (8)10. Citroen 44,090 (3) Hér sést núverandi markaðshlutdeild stærstu bílamerkjanna og staða þeirra fyrir ári síðan í prósentum.1. Ford 13.5 (14.0)2. Vauxhall 11.0 (11.4)3. Volkswagen 8.6 (8.7)4. Audi 6.5 (6.3)5. BMW 5.8 (5.6)6. Nissan 5.5 (5.3)7. Mercedes 5.0 (4.7)8. Peugeot 4.5 ( 4.8)9. Toyota 4.0 (4.0)10. Citroen 3.4 (3.7)
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent