Bandarískt afþreyingarefni tröllríður Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 21. júlí 2014 14:25 Bandarískir sjónvarpsþættir á borð við True Detective njóta mun meiri vinsælda í Evrópu en innlent efni. Vísir/AP Evrópsk þátta- og kvikmyndaframleiðsla á ekki roð í þá bandarísku hvað varðar markaðshlutdeild í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar. 66,4 prósent alls myndefnis sem sýnt er í bíóhúsum, sjónvarpi og myndleiguþjónustu, allra tölvuleikja og allrar útgefnar tónlistar í Evrópu er nú framleitt í Bandaríkjunum. Hlutdeild evrópskar framleiðslu er aðeins 12,5 prósent. Þessi amalega staða evrópsks afþreyingarefnis í álfunni kemur ef til vill á óvart, ekki síst í ljósi að þess að lönd á borð við Frakkland ýta mjög undir innlenda framleiðslu með talsverðum niðurgreiðslum. Þetta virðist engan veginn duga til að stöðva landvinninga bandaríska skemmtanaiðnaðarins, sem hefur bætt stöðu sína frá árinu 2009. Þá var hlutdeild bandarískrar framleiðslu 57,7 prósent og evrópskrar 17,1. Bandarískir neytendur eru ekkert síður sólgnir í sitt eigið efni en við Evrópubúar. Árið 2012 var einungis 8,2 prósent af efni bandarískrar sjónvarpsdagskráar fjármagnað að öllu eða einhverju leyti í Evrópu. Til samanburðar segir í grein á vef tæknifréttaveitunnar The Register að bandarískt efni sjónvarpsefni taki reglulega upp rúmlega helming af allri dagskrá evrópskra sjónvarpsstöðva. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópsk þátta- og kvikmyndaframleiðsla á ekki roð í þá bandarísku hvað varðar markaðshlutdeild í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar. 66,4 prósent alls myndefnis sem sýnt er í bíóhúsum, sjónvarpi og myndleiguþjónustu, allra tölvuleikja og allrar útgefnar tónlistar í Evrópu er nú framleitt í Bandaríkjunum. Hlutdeild evrópskar framleiðslu er aðeins 12,5 prósent. Þessi amalega staða evrópsks afþreyingarefnis í álfunni kemur ef til vill á óvart, ekki síst í ljósi að þess að lönd á borð við Frakkland ýta mjög undir innlenda framleiðslu með talsverðum niðurgreiðslum. Þetta virðist engan veginn duga til að stöðva landvinninga bandaríska skemmtanaiðnaðarins, sem hefur bætt stöðu sína frá árinu 2009. Þá var hlutdeild bandarískrar framleiðslu 57,7 prósent og evrópskrar 17,1. Bandarískir neytendur eru ekkert síður sólgnir í sitt eigið efni en við Evrópubúar. Árið 2012 var einungis 8,2 prósent af efni bandarískrar sjónvarpsdagskráar fjármagnað að öllu eða einhverju leyti í Evrópu. Til samanburðar segir í grein á vef tæknifréttaveitunnar The Register að bandarískt efni sjónvarpsefni taki reglulega upp rúmlega helming af allri dagskrá evrópskra sjónvarpsstöðva.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira