Ferðalög til Bandaríkjanna í uppnámi vegna bilunar í tölvukerfi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. júlí 2014 15:22 Mörg ferðalög eru í uppnámi vegna tölvubilunarinnar. Vísir/Getty Bilun í tölvukerfi innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum hefur haft áhrif á mikinn fjölda ferðalanga sem eru á leið til landsins. Starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum tóku fyrst eftir biluninni þann 19. júlí og lá tölvukerfi, sem notað er í að vinna úr gögnum þeirra sem eru á leið til landsins, niðri í fjóra daga. Enn hefur ekki tekist að laga kerfið að fullu og telja erlendir fjölmiðlar að þetta geti haft áhrif á milljónir manns sem hafi ætlað sér að ferðast til Bandaríkjanna. Jontahan Ginsburg, lögfræðingur sem sérhæfir sig í inflytjendamálum og vegabréfsáritunum fyrir ferðalanga, sagði í samtali við Wall Street Journal í gær að þetta sé umfangsmesta bilun sögunnar í þessum málaflokki. „Ef kerfið hefði legið niðri í einn dag hefði það skapað mikil vandræði. En það lá niðri í fjóra daga. Þetta hægir ótrúlega á öllu," segir hann og bendir á að mikil vinna fari fram daglega, þegar allt er í eðlilegu ástandi. Því verði það mikið verk að greiða úr þeirri flækju sem nú hefur skapast. Ginsburg sagði frá því að viðskiptavinir hans frá Asíu og Evrópu biðu eftir því að greitt yrði úr flækjunni. Í gær sendi innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að ekki væri talið að tölvuþrjótar hafi átt hlut að máli. Talið er að bilunin hafi komið til vegna þess að vélbúnaður tölvukerfisins hafi ekki ráðið við nýja hugbúnaðaruppfærslu. Einnig kom fram í yfirlýsingunni að bilunin bitni ekki á ríkisborgurum tiltekinna landa, eins og einhverjir töldu í fyrstu. Fjölmiðlar í fjölmörgum löndum hafa sagt frá fólki víðsvegar um heiminn sem kemst ekki til Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem bíða enn eftir að komast inn í landið eru Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München og fyrrum landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og Rafael Ramirez, erindreki ríkisstjórnar Venesúela. Ramirez átti að eiga fund með fjármagnseigendum í gær. Tilefni fundarins var lánveiting til Venesúela, en mikill gjaldeyrisskortur er í landinu. Einnig hafa margir Indverjar sem voru á leið í starfsviðtöl í hátæknigeiranum þurft frá að hverfa vegna bilunarinnar. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bilun í tölvukerfi innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum hefur haft áhrif á mikinn fjölda ferðalanga sem eru á leið til landsins. Starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum tóku fyrst eftir biluninni þann 19. júlí og lá tölvukerfi, sem notað er í að vinna úr gögnum þeirra sem eru á leið til landsins, niðri í fjóra daga. Enn hefur ekki tekist að laga kerfið að fullu og telja erlendir fjölmiðlar að þetta geti haft áhrif á milljónir manns sem hafi ætlað sér að ferðast til Bandaríkjanna. Jontahan Ginsburg, lögfræðingur sem sérhæfir sig í inflytjendamálum og vegabréfsáritunum fyrir ferðalanga, sagði í samtali við Wall Street Journal í gær að þetta sé umfangsmesta bilun sögunnar í þessum málaflokki. „Ef kerfið hefði legið niðri í einn dag hefði það skapað mikil vandræði. En það lá niðri í fjóra daga. Þetta hægir ótrúlega á öllu," segir hann og bendir á að mikil vinna fari fram daglega, þegar allt er í eðlilegu ástandi. Því verði það mikið verk að greiða úr þeirri flækju sem nú hefur skapast. Ginsburg sagði frá því að viðskiptavinir hans frá Asíu og Evrópu biðu eftir því að greitt yrði úr flækjunni. Í gær sendi innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að ekki væri talið að tölvuþrjótar hafi átt hlut að máli. Talið er að bilunin hafi komið til vegna þess að vélbúnaður tölvukerfisins hafi ekki ráðið við nýja hugbúnaðaruppfærslu. Einnig kom fram í yfirlýsingunni að bilunin bitni ekki á ríkisborgurum tiltekinna landa, eins og einhverjir töldu í fyrstu. Fjölmiðlar í fjölmörgum löndum hafa sagt frá fólki víðsvegar um heiminn sem kemst ekki til Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem bíða enn eftir að komast inn í landið eru Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München og fyrrum landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og Rafael Ramirez, erindreki ríkisstjórnar Venesúela. Ramirez átti að eiga fund með fjármagnseigendum í gær. Tilefni fundarins var lánveiting til Venesúela, en mikill gjaldeyrisskortur er í landinu. Einnig hafa margir Indverjar sem voru á leið í starfsviðtöl í hátæknigeiranum þurft frá að hverfa vegna bilunarinnar.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira