Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 Tómas Þór Þórðarson og Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 15. ágúst 2014 15:46 Baldur Sigurðsson og félagar eru meistarar. Vísir/AndriMarinó KR er bikarmeistari árið 2014, eftir 2-1 sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta er 14. bikarmeistaratitill KR og sá fjórði á síðustu sjö árum. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik tóku KR-ingar yfir. Það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem þeim tókst að skora sigurmarkið, en þar var að verki Kjartan Henry Finnbogason eftir sendingu frá Gary Martin.Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Uppstilling Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur, var varnarsinnuð af pappírnum að dæma. Halldór Kristinn Halldórsson kom aftur inn í vörnina eftir langa fjarveru vegna meiðsla og sökum þess var Aron Rúnarsson Heiðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, færður í hægri bakvörðinn, þar sem hann átti í nokkrum vandræðum með Óskar Örn Hauksson, vinstri kantmann KR.Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson og Sindri Snær Magnússon mynduðu þriggja manna miðju Keflvíkinga og fyrir framan þá var Jóhann Birnir Guðmundsson, en hann spilaði sem eins konar „false nine“; blanda af fremsta miðjumanni og framherja. Á köntunum voru svo Elías Már Ómarsson og Hörður Sveinsson. Uppstilling Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, var hefðbundin. Jónas Guðni Sævarsson og Baldur Sigurðsson - sem urðu bikarmeistarar með Keflavík 2006 - voru saman á miðri miðjunni og fyrir framan þá var Almarr Ormarsson sem var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu í deildarleiknum gegn Keflavík með sæti í byrjunarliðinu. Kjartan Henry, Óskar Örn og Martin mynduðu svo framlínu KR-inga. Leikurinn var rólegur til að byrja með. KR-ingar voru meira með boltann og Keflvíkingar lágu aftarlega. Lærisveinar Kristjáns voru samt óhræddir að setja pressu á KR-inga á réttum augnablikum og sú pressa skilaði þeim marki á 14. mínútu. Grétar Sigfinnur Sigurðarson átti þá sendingu út úr vörninni á Jónas Guðna. Frans, með nýaflitaða hárið sitt, var fljótur til, stal boltanum af Jónasi og átti laglega sendingu inn fyrir KR-vörnina á Hörð sem setti boltann af öryggi framhjá Stefáni Loga Magnússyni. KR-ingar voru hins vegar ekki lengi að jafna metin. Óskar Örn tók hornspyrnu frá hægri, Martin skallaði boltann inn á markteiginn, á Grétar sem kom boltanum yfir línuna og jafnaði metin í 1-1. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þessar ótrúlegu mínútur. KR-ingar voru meira með boltann, en Keflvíkingar voru áfram duglegir að pressa og skyndisóknir þeirra voru hættulegar. Eftir eina slíka átti Hörður gott skot með vinstri fæti í utanverða stöngina eftir góðan undirbúnings Jóhanns Birnis. Keflvíkingar áttu þó í mestu vandræðum með Almarr Ormarsson. Almarr, sem varð bikarmeistari með Fram í fyrra, var klókur að finna sér pláss milli miðju og varnar Keflavíkurliðsins og hann gerði Einari Orra, aftasta miðjumanni Keflavíkur, lífið leitt, sérstaklega í fyrri hálfleik. Á 38. mínútu kom Almarr boltanum á Kjartan Henry hægra megin í vítateig Keflvíkinga. Kjartan kom sér í skotfæri, en skot hans fór í innanverða stöngina fjær. Fimm mínútum síðar gerðu Keflvíkingar tilkall til vítaspyrnu, en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, lét sér fátt um finnast. Skömmu síðar flautaði hann til hálfleiks. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru rólegar, en smám saman byggðu KR-ingar upp pressu. Óskar Örn átti gott á 54. mínútu sem i, markvörður Keflavíkur, varði í horn. Nokkrum augnablikum síðar átti Almarr fyrirgjöf frá hægri, Sandqvist fór í skógarhlaup og missti af boltanum sem barst til Martin. Englendingurinn náði ágætis skoti, en Herði tókst að henda sér fyrir. Skyndisóknir Keflvíkingar urðu æ sjaldséðari eftir því sem leið á leikinn og pressan, sem gafst svo vel í fyrri hálfleik, var ekki lengur til staðar. Vörn Keflvíkinga var þó þétt fyrir og KR-ingum gekk illa að skapa sér opin færi. Síðasti hálftími leiksins var afar tíðindalítill og allt virtist stefna í framlengingu. En á fyrstu mínútu uppbótartíma kom sigurmarkið, nánast upp úr þurru. Martin fékk boltann hægra megin í vítateignum og skaut honum fyrir markið á Kjartan Henry sem stóð nánast á línunni. Hann hitti boltann ekkert sérstaklega vel, en yfir línuna fór hann. Örvæntingarfull tilraun Sandqvist dugði ekki til. Tveimur mínútum síðar flautaði Garðar Örn til leiksloka og KR-ingar fögnuðu enn einum bikarmeistaratitlinum, - þeim þriðja undir stjórn Rúnars Kristinssonar og þeim fjórtánda í heildina.Vísir/AndriMarinóBaldur: Veit hversu mikið Keflavík vildi vinna "Við vorum lélegir í fyrri hálfleik - mjög daprir," sagði annars sigurreifur fyrirliði KR, Baldur Sigurðsson, við Vísi eftir bikarúrslitaleikinn í dag. "Sendingarnar voru lélegar hjá okkur, en við eigum bara að hrósa Keflavík fyrir það. Þeir voru að gera sitt mjög vel." "Í seinni hálfleik fannst mér samt aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna og það skipti miklu máli að mínu mati að við skyldum jafna strax. Ef við hefðum ekki gert það hefði verið erfitt að skora því þeir hefðu bara bakkað ennþá meira," sagði Baldur. Harka fór að færast í leikinn síðari hlutann í fyrri hálfleik. Baldri kom það ekkert á óvart enda var hann hinum megin við borðið þegar liðin mættust síðast 2006 í bikarúrslitum. "Ég veit hvernig það er að vera í Keflavík og veit því alveg hversu ógeðslega mikið þeim langaði að vinna þennan leik. Síðasti titill sem Keflavík vann var náttúrlega 2006. Þeir mættu í leikinn með góða leikáætlun. Í seinni hálfleik var þetta samt aldrei spurning og ég vil hrósa mínu liði fyrir sína frammistöðu í dag," sagði Baldur. Aðspurður að lokum hvort betra liðið hafi unnið í dag svaraði hann brosandi um hæl: "Ég held að betra liðið vinni nú alltaf."Haukur Heiðar: Hélt að Kjarri væri að klúðra þessu Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður KR, átti fínan leik í dag, en honum var eðlilega létt að sjá boltann í netinu á 91. mínútu leiksins. "Þetta var virkilega sætt. Ég hélt nú að Kjarri væri að klúðra þessu; hélt hann ætlaði að skjóta yfir. En það var gaman að sjá hann inni. Það var mikill léttir," sagði Haukur Heiðar við Vísi eftir leikinn. "Mér fannst við eiga þetta skilið þó yfirburðirnir væru ekki miklir kannski. Samt fannst mér við vera aðeins betri." Haukur Heiðar gekk í raðir KR árið 2011 og er nú búinn að vinna þrjá titla á þremur árum. Ekki slæm uppskera það. "Þetta er þriðja árið mitt hjá KR og við erum búnir að vinna þrjá titla á þessum þremur árum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég fór í jafnstórt félag og KR. Maður vill vinna titla," sagði Haukur Heiðar. Keflvíkingar vörðust hetjulega í seinni hálfleik, en í þeim fyrri pressuðu þeir framarlega á vellinum og skoruðu markið sitt eftir góða pressu. "Við vissum alveg að þeir myndu leggja leikinn svona upp. Þeir ætluðu að beita skyndisóknum og reyna að vinna boltann þegar við myndum gera mistök. Það var að virka í fyrri hálfleik, en við gerðum færri mistök í seinni hálfleik og þess vegna fengu þeir færri tækifæri," sagði Haukur Heiðar Hauksson.vísir/AndriMarinóKjartan Henry: Draumi líkast „Þetta er draumi líkast, sérstaklega hvernig við kláruðum leikinn. Ég trúi þessu varla,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, hetja KR-inga, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Kjartan, sem vann í dag sinn þriðja bikarmeistaratitil með KR, skoraði sigurmarkið þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Honum fannst KR-ingar vera með góð tök á leiknum, að byrjun leiksins undanskilinni. „Við byrjuðum kannski ekki alveg nógu vel og þeir skoruðu eftir að við gerðum mistök. En markið var spark í rassinn fyrir okkur. Við jöfnuðum fljótlega og eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning,“ sagði Kjartan og bætti við: „Við pressuðum stíft á þá í seinni hálfleik, en við vissum að þeir væru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Það er þeirra upplegg, að liggja til baka og sækja hratt, enda með fljóta menn frammi,“ sagði Kjartan sem skoraði markið eftir sendingu frá Gary Martin, en Englendingurinn lagði upp bæði mörk KR í dag. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði framherjinn, en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna. En inn fyrir fór hann og við munum fagna þessu á eftir,“ sagði Kjartan að lokum.Grétar Sigfinnur: Gott að kvitta fyrir þetta drasl mark "Djöfull var það gaman maður," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR, við Vísi eftir leikinn, aðspurður hvernig það hefði verið að sjá boltann í netinu á 91. mínútu. "Ég var nú líka bara ánægður sjálfur að kvitta fyrir þetta drasl mark sem við fengum á okkur með að skora sjálfur. Það var gaman," sagði Grétar sem skoraði jöfnunarmark KR í fyrri hálfleik af stuttu færi eftir hornspyrnu. "Gary gerði vel því boltinn fer yfir mig. Það sem ég hef reynt að gera svo undanfarið er að koma mér að markverðinum. Það var auðvelt að pota honum í markið því Gary gerði svo vel í að skalla boltann." Keflvíkingar vörðust vel í seinni hálfleik og var Grétar ekki nógu sáttur með sína menn á löngum köflum. "Við vissum að þetta yrði svona, en ég var svolítið ósáttur með okkur að vera ekki beinskeittari. Við vorum ekkert hræddir við að fá mörk á okkur þannig við hefðum þurft frekar að bæta í hraðann og skora meira." "Við fengum aragrúa af hornspyrnum og hefðum átt að setja mark úr horni. Samt fannst mér þetta sanngjarn sigur þó leikurinn hafi ekkert endilega verið sá skemmtilegasti." Grétar fagnar í dag sínum fimmta bikarmeistaratitli. Ekki amaleg tölfræði það. "Það er gaman að vinna þann fimmta. Okkur hefur gengið vel í titlasöfnun með KR og svo vann ég einn með Val. Svo fór ég líka í undanúrslit einu sinni með Víkingi þannig bikarsaga mín er ágæt," sagði Grétar Sigfinnur brosmildur að lokum.Vísir/AndriMarinóRúnar: Kristján kom okkur á óvart "Þessi var yndislegur," sagði Rúnar Kristinsson við Vísi eftir sigurinn á Keflavík í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag. "Ég tala oft um það við strákana að þetta er þolinmæðis vinna. Sérstaklega þegar maður lendir í því að spila gegn vel skipulagðri vörn eins og vörn Keflvíkinga var," sagði Rúnar og viðurkenndi að uppstilling Kristjáns Guðmundssonar hefði komið honum í opna skjöldu. "Kristján var búinn að skoða okkar leik mikið og kom okkur aðeins á óvart með sinni uppstillingu í dag. Við áttum í basli með að leysa það, en mér fannst við betri aðilinn, sérstaklega í síðari hálfleik," sagði Rúnar. "Þó við vorum ekki að skapa mikið þá fengum við mikið af hornspyrnum og fyrirgjöfum. Við vorum þolinmóðir og unnum þetta í restina." "Mér fannst við ná að komast betur í gegnum þeirra pressu og spila okkur yfir á þeirra vallarhelming í fyrri hálfleik heldur en þeir gerðu á móti okkur. Við erum lið sem vill hafa boltann og við reyndum það. Við héldum boltanum vel og því gekk Keflavík ill að byggja upp sóknir." Þjálfarinn er vitaskuld ánægður og stoltur af sínum strákum sem eyða nú væntanlega kvöldinu í fögnuð á Rauða Ljóninu. "Ég er hrikalega stoltur af strákunum að klára þetta. Þeir hafa lagt á sig gríðarlega mikla vinnu og gera alltaf. Þetta er erfitt fyrir alla og menn leggja sig alla fram. Það er gaman að uppskera og fá verðlaun. Við erum líka með stóran og breiðan hóp og þá er gaman þegar menn sem fá færri mínútur stundum geti fagnað með og vitað að þeir eigi stóran hluta af þessu," sagði Rúnar Kristinsson.Kristján: Varnarleikurinn okkar gerði KR-inga alveg ráðalausa Þrátt fyrir sárt tap gegn KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag var Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, ánægður með leik sinna manna. Hann sagði að það hefði verið áfall að KR skyldi hafa jafnað leikinn svo skömmu eftir að Keflvíkingar komust yfir. „Það er algjört lykilatriði í þessum leik. Eftir að við skorum fáum við á okkur mark úr hornspyrnu. Þetta er annað markið sem við fáum á okkur úr horni í allt sumar og það var ferlega súrt að fá á okkur mark úr hornspyrnu, sem við erum góðir að verjast. „Í fyrri hálfleik gekk leikplanið sem við settum upp vel. Við tókum örlitla áhættu með uppsetningunni á leiknum og vorum að gera aðeins öðruvísi hluti en við höfum gert í sumar. „Við spiluðum alveg fantavel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það dró af okkur í seinni hálfleik, aðallega vegna þess að við vorum of lítið með boltann. „Þegar við unnum boltann vorum við að reyna erfiða hluti - hraðar sóknir sem við náðum ekki að klára,“ sagði Kristján sem sagði að uppleggið hefði verið að setja pressu á KR-inga, en mark Keflavíkur kom eftir að Frans Elvarsson vann boltann af Jónasi Guðna Sævarssyni inni á vallarhelmingi KR. „Við lögðum upp með að setja pressu á þá. Varnarleikurinn okkar gerði KR-ingana alveg ráðalausa og þeir sköpuðu mjög fá opin færi; þau voru teljandi á fingrum annarrar handar. „Við ætluðum ekki að gefa þeim neinn frið. Við ætluðum ekki að koma hingað, leggjast í vörn og bíða eftir að þeir myndu tapa leiknum. Það hefði aldrei gengið að spila þannig,“ sagði þjálfarinn sem hefði viljað sjá sína menn halda boltanum betur í seinni hálfleik. „Við hefðum þurft að halda boltanum lengur og betur í seinni hálfleik. Þegar við fórum fram slitnaði liðið of mikið, því miðjumennirnir náðu ekki að fylgja framherjunum eftir,“ sagði Kristján að endingu.Hörður Sveinsson 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 1-1 Kjartan Henry Finnbogason 2-1 Vísir/AndriMarinóVísir/AndriMarinóVísir/AndriMarinóVísir/AndriMarinóVísir/AndriMarinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
KR er bikarmeistari árið 2014, eftir 2-1 sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta er 14. bikarmeistaratitill KR og sá fjórði á síðustu sjö árum. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik tóku KR-ingar yfir. Það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem þeim tókst að skora sigurmarkið, en þar var að verki Kjartan Henry Finnbogason eftir sendingu frá Gary Martin.Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Uppstilling Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur, var varnarsinnuð af pappírnum að dæma. Halldór Kristinn Halldórsson kom aftur inn í vörnina eftir langa fjarveru vegna meiðsla og sökum þess var Aron Rúnarsson Heiðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, færður í hægri bakvörðinn, þar sem hann átti í nokkrum vandræðum með Óskar Örn Hauksson, vinstri kantmann KR.Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson og Sindri Snær Magnússon mynduðu þriggja manna miðju Keflvíkinga og fyrir framan þá var Jóhann Birnir Guðmundsson, en hann spilaði sem eins konar „false nine“; blanda af fremsta miðjumanni og framherja. Á köntunum voru svo Elías Már Ómarsson og Hörður Sveinsson. Uppstilling Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, var hefðbundin. Jónas Guðni Sævarsson og Baldur Sigurðsson - sem urðu bikarmeistarar með Keflavík 2006 - voru saman á miðri miðjunni og fyrir framan þá var Almarr Ormarsson sem var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu í deildarleiknum gegn Keflavík með sæti í byrjunarliðinu. Kjartan Henry, Óskar Örn og Martin mynduðu svo framlínu KR-inga. Leikurinn var rólegur til að byrja með. KR-ingar voru meira með boltann og Keflvíkingar lágu aftarlega. Lærisveinar Kristjáns voru samt óhræddir að setja pressu á KR-inga á réttum augnablikum og sú pressa skilaði þeim marki á 14. mínútu. Grétar Sigfinnur Sigurðarson átti þá sendingu út úr vörninni á Jónas Guðna. Frans, með nýaflitaða hárið sitt, var fljótur til, stal boltanum af Jónasi og átti laglega sendingu inn fyrir KR-vörnina á Hörð sem setti boltann af öryggi framhjá Stefáni Loga Magnússyni. KR-ingar voru hins vegar ekki lengi að jafna metin. Óskar Örn tók hornspyrnu frá hægri, Martin skallaði boltann inn á markteiginn, á Grétar sem kom boltanum yfir línuna og jafnaði metin í 1-1. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þessar ótrúlegu mínútur. KR-ingar voru meira með boltann, en Keflvíkingar voru áfram duglegir að pressa og skyndisóknir þeirra voru hættulegar. Eftir eina slíka átti Hörður gott skot með vinstri fæti í utanverða stöngina eftir góðan undirbúnings Jóhanns Birnis. Keflvíkingar áttu þó í mestu vandræðum með Almarr Ormarsson. Almarr, sem varð bikarmeistari með Fram í fyrra, var klókur að finna sér pláss milli miðju og varnar Keflavíkurliðsins og hann gerði Einari Orra, aftasta miðjumanni Keflavíkur, lífið leitt, sérstaklega í fyrri hálfleik. Á 38. mínútu kom Almarr boltanum á Kjartan Henry hægra megin í vítateig Keflvíkinga. Kjartan kom sér í skotfæri, en skot hans fór í innanverða stöngina fjær. Fimm mínútum síðar gerðu Keflvíkingar tilkall til vítaspyrnu, en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, lét sér fátt um finnast. Skömmu síðar flautaði hann til hálfleiks. Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru rólegar, en smám saman byggðu KR-ingar upp pressu. Óskar Örn átti gott á 54. mínútu sem i, markvörður Keflavíkur, varði í horn. Nokkrum augnablikum síðar átti Almarr fyrirgjöf frá hægri, Sandqvist fór í skógarhlaup og missti af boltanum sem barst til Martin. Englendingurinn náði ágætis skoti, en Herði tókst að henda sér fyrir. Skyndisóknir Keflvíkingar urðu æ sjaldséðari eftir því sem leið á leikinn og pressan, sem gafst svo vel í fyrri hálfleik, var ekki lengur til staðar. Vörn Keflvíkinga var þó þétt fyrir og KR-ingum gekk illa að skapa sér opin færi. Síðasti hálftími leiksins var afar tíðindalítill og allt virtist stefna í framlengingu. En á fyrstu mínútu uppbótartíma kom sigurmarkið, nánast upp úr þurru. Martin fékk boltann hægra megin í vítateignum og skaut honum fyrir markið á Kjartan Henry sem stóð nánast á línunni. Hann hitti boltann ekkert sérstaklega vel, en yfir línuna fór hann. Örvæntingarfull tilraun Sandqvist dugði ekki til. Tveimur mínútum síðar flautaði Garðar Örn til leiksloka og KR-ingar fögnuðu enn einum bikarmeistaratitlinum, - þeim þriðja undir stjórn Rúnars Kristinssonar og þeim fjórtánda í heildina.Vísir/AndriMarinóBaldur: Veit hversu mikið Keflavík vildi vinna "Við vorum lélegir í fyrri hálfleik - mjög daprir," sagði annars sigurreifur fyrirliði KR, Baldur Sigurðsson, við Vísi eftir bikarúrslitaleikinn í dag. "Sendingarnar voru lélegar hjá okkur, en við eigum bara að hrósa Keflavík fyrir það. Þeir voru að gera sitt mjög vel." "Í seinni hálfleik fannst mér samt aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna og það skipti miklu máli að mínu mati að við skyldum jafna strax. Ef við hefðum ekki gert það hefði verið erfitt að skora því þeir hefðu bara bakkað ennþá meira," sagði Baldur. Harka fór að færast í leikinn síðari hlutann í fyrri hálfleik. Baldri kom það ekkert á óvart enda var hann hinum megin við borðið þegar liðin mættust síðast 2006 í bikarúrslitum. "Ég veit hvernig það er að vera í Keflavík og veit því alveg hversu ógeðslega mikið þeim langaði að vinna þennan leik. Síðasti titill sem Keflavík vann var náttúrlega 2006. Þeir mættu í leikinn með góða leikáætlun. Í seinni hálfleik var þetta samt aldrei spurning og ég vil hrósa mínu liði fyrir sína frammistöðu í dag," sagði Baldur. Aðspurður að lokum hvort betra liðið hafi unnið í dag svaraði hann brosandi um hæl: "Ég held að betra liðið vinni nú alltaf."Haukur Heiðar: Hélt að Kjarri væri að klúðra þessu Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður KR, átti fínan leik í dag, en honum var eðlilega létt að sjá boltann í netinu á 91. mínútu leiksins. "Þetta var virkilega sætt. Ég hélt nú að Kjarri væri að klúðra þessu; hélt hann ætlaði að skjóta yfir. En það var gaman að sjá hann inni. Það var mikill léttir," sagði Haukur Heiðar við Vísi eftir leikinn. "Mér fannst við eiga þetta skilið þó yfirburðirnir væru ekki miklir kannski. Samt fannst mér við vera aðeins betri." Haukur Heiðar gekk í raðir KR árið 2011 og er nú búinn að vinna þrjá titla á þremur árum. Ekki slæm uppskera það. "Þetta er þriðja árið mitt hjá KR og við erum búnir að vinna þrjá titla á þessum þremur árum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég fór í jafnstórt félag og KR. Maður vill vinna titla," sagði Haukur Heiðar. Keflvíkingar vörðust hetjulega í seinni hálfleik, en í þeim fyrri pressuðu þeir framarlega á vellinum og skoruðu markið sitt eftir góða pressu. "Við vissum alveg að þeir myndu leggja leikinn svona upp. Þeir ætluðu að beita skyndisóknum og reyna að vinna boltann þegar við myndum gera mistök. Það var að virka í fyrri hálfleik, en við gerðum færri mistök í seinni hálfleik og þess vegna fengu þeir færri tækifæri," sagði Haukur Heiðar Hauksson.vísir/AndriMarinóKjartan Henry: Draumi líkast „Þetta er draumi líkast, sérstaklega hvernig við kláruðum leikinn. Ég trúi þessu varla,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, hetja KR-inga, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Kjartan, sem vann í dag sinn þriðja bikarmeistaratitil með KR, skoraði sigurmarkið þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Honum fannst KR-ingar vera með góð tök á leiknum, að byrjun leiksins undanskilinni. „Við byrjuðum kannski ekki alveg nógu vel og þeir skoruðu eftir að við gerðum mistök. En markið var spark í rassinn fyrir okkur. Við jöfnuðum fljótlega og eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning,“ sagði Kjartan og bætti við: „Við pressuðum stíft á þá í seinni hálfleik, en við vissum að þeir væru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Það er þeirra upplegg, að liggja til baka og sækja hratt, enda með fljóta menn frammi,“ sagði Kjartan sem skoraði markið eftir sendingu frá Gary Martin, en Englendingurinn lagði upp bæði mörk KR í dag. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði framherjinn, en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna. En inn fyrir fór hann og við munum fagna þessu á eftir,“ sagði Kjartan að lokum.Grétar Sigfinnur: Gott að kvitta fyrir þetta drasl mark "Djöfull var það gaman maður," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR, við Vísi eftir leikinn, aðspurður hvernig það hefði verið að sjá boltann í netinu á 91. mínútu. "Ég var nú líka bara ánægður sjálfur að kvitta fyrir þetta drasl mark sem við fengum á okkur með að skora sjálfur. Það var gaman," sagði Grétar sem skoraði jöfnunarmark KR í fyrri hálfleik af stuttu færi eftir hornspyrnu. "Gary gerði vel því boltinn fer yfir mig. Það sem ég hef reynt að gera svo undanfarið er að koma mér að markverðinum. Það var auðvelt að pota honum í markið því Gary gerði svo vel í að skalla boltann." Keflvíkingar vörðust vel í seinni hálfleik og var Grétar ekki nógu sáttur með sína menn á löngum köflum. "Við vissum að þetta yrði svona, en ég var svolítið ósáttur með okkur að vera ekki beinskeittari. Við vorum ekkert hræddir við að fá mörk á okkur þannig við hefðum þurft frekar að bæta í hraðann og skora meira." "Við fengum aragrúa af hornspyrnum og hefðum átt að setja mark úr horni. Samt fannst mér þetta sanngjarn sigur þó leikurinn hafi ekkert endilega verið sá skemmtilegasti." Grétar fagnar í dag sínum fimmta bikarmeistaratitli. Ekki amaleg tölfræði það. "Það er gaman að vinna þann fimmta. Okkur hefur gengið vel í titlasöfnun með KR og svo vann ég einn með Val. Svo fór ég líka í undanúrslit einu sinni með Víkingi þannig bikarsaga mín er ágæt," sagði Grétar Sigfinnur brosmildur að lokum.Vísir/AndriMarinóRúnar: Kristján kom okkur á óvart "Þessi var yndislegur," sagði Rúnar Kristinsson við Vísi eftir sigurinn á Keflavík í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag. "Ég tala oft um það við strákana að þetta er þolinmæðis vinna. Sérstaklega þegar maður lendir í því að spila gegn vel skipulagðri vörn eins og vörn Keflvíkinga var," sagði Rúnar og viðurkenndi að uppstilling Kristjáns Guðmundssonar hefði komið honum í opna skjöldu. "Kristján var búinn að skoða okkar leik mikið og kom okkur aðeins á óvart með sinni uppstillingu í dag. Við áttum í basli með að leysa það, en mér fannst við betri aðilinn, sérstaklega í síðari hálfleik," sagði Rúnar. "Þó við vorum ekki að skapa mikið þá fengum við mikið af hornspyrnum og fyrirgjöfum. Við vorum þolinmóðir og unnum þetta í restina." "Mér fannst við ná að komast betur í gegnum þeirra pressu og spila okkur yfir á þeirra vallarhelming í fyrri hálfleik heldur en þeir gerðu á móti okkur. Við erum lið sem vill hafa boltann og við reyndum það. Við héldum boltanum vel og því gekk Keflavík ill að byggja upp sóknir." Þjálfarinn er vitaskuld ánægður og stoltur af sínum strákum sem eyða nú væntanlega kvöldinu í fögnuð á Rauða Ljóninu. "Ég er hrikalega stoltur af strákunum að klára þetta. Þeir hafa lagt á sig gríðarlega mikla vinnu og gera alltaf. Þetta er erfitt fyrir alla og menn leggja sig alla fram. Það er gaman að uppskera og fá verðlaun. Við erum líka með stóran og breiðan hóp og þá er gaman þegar menn sem fá færri mínútur stundum geti fagnað með og vitað að þeir eigi stóran hluta af þessu," sagði Rúnar Kristinsson.Kristján: Varnarleikurinn okkar gerði KR-inga alveg ráðalausa Þrátt fyrir sárt tap gegn KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag var Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, ánægður með leik sinna manna. Hann sagði að það hefði verið áfall að KR skyldi hafa jafnað leikinn svo skömmu eftir að Keflvíkingar komust yfir. „Það er algjört lykilatriði í þessum leik. Eftir að við skorum fáum við á okkur mark úr hornspyrnu. Þetta er annað markið sem við fáum á okkur úr horni í allt sumar og það var ferlega súrt að fá á okkur mark úr hornspyrnu, sem við erum góðir að verjast. „Í fyrri hálfleik gekk leikplanið sem við settum upp vel. Við tókum örlitla áhættu með uppsetningunni á leiknum og vorum að gera aðeins öðruvísi hluti en við höfum gert í sumar. „Við spiluðum alveg fantavel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það dró af okkur í seinni hálfleik, aðallega vegna þess að við vorum of lítið með boltann. „Þegar við unnum boltann vorum við að reyna erfiða hluti - hraðar sóknir sem við náðum ekki að klára,“ sagði Kristján sem sagði að uppleggið hefði verið að setja pressu á KR-inga, en mark Keflavíkur kom eftir að Frans Elvarsson vann boltann af Jónasi Guðna Sævarssyni inni á vallarhelmingi KR. „Við lögðum upp með að setja pressu á þá. Varnarleikurinn okkar gerði KR-ingana alveg ráðalausa og þeir sköpuðu mjög fá opin færi; þau voru teljandi á fingrum annarrar handar. „Við ætluðum ekki að gefa þeim neinn frið. Við ætluðum ekki að koma hingað, leggjast í vörn og bíða eftir að þeir myndu tapa leiknum. Það hefði aldrei gengið að spila þannig,“ sagði þjálfarinn sem hefði viljað sjá sína menn halda boltanum betur í seinni hálfleik. „Við hefðum þurft að halda boltanum lengur og betur í seinni hálfleik. Þegar við fórum fram slitnaði liðið of mikið, því miðjumennirnir náðu ekki að fylgja framherjunum eftir,“ sagði Kristján að endingu.Hörður Sveinsson 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 1-1 Kjartan Henry Finnbogason 2-1 Vísir/AndriMarinóVísir/AndriMarinóVísir/AndriMarinóVísir/AndriMarinóVísir/AndriMarinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira