Lífið samstarf

Hjólakraftur í RB Classic götuhjólakeppninni

Þorvaldur og krakkarnir í Hjólakrafti ætla að taka þátt í RB Classic götuhjólakeppninni.
Þorvaldur og krakkarnir í Hjólakrafti ætla að taka þátt í RB Classic götuhjólakeppninni.
Þorvaldur Daníelsson er annar upphafsmanna Hjólakrafts.
„Við í Hjólakrafti ætlum að taka þátt í RB Classic götuhjólakeppninni og hjóla umhverfis Þingvallavatn. Hjólakraftur er hópur sem var settur á laggirnar fyrir börn og unglinga sem voru við það að tapa í baráttu við lífstílssjúkdóma. Upprunalega hugmyndin var og er að kynna krakkanna fyrir hjólaíþróttinni, en þau höfðu ekki fundið sig í öðrum íþrótt­um,” segir Þorvaldur Daníelsson, hjólreiðamaður.

Þorvaldur er annar upphafsmanna Hjólakrafts en verkefnið var sett í gang árið 2012. „Við vorum með hóp af krökkum sumarið 2012 og svo aftur 2013. Þá sagði ég við þau að ef þau yrðu dugleg þá gætu þau fengið að taka þátt í Wow Cyclothone sem haldið var nú í sumar. Þau rukkuðu mig svo um það og kláruðu keppnina með stæl. Í kjölfarið fannst Braga Frey Gunnarssyni sem sér um RB Classic mótið það heiður að því að bjóða þeim að taka þátt í því líka.“

Þorvaldur hefur verið í samstarfi við Heilsuskóla LSH og er Hjólakraftur eitt þeirra úrræða sem bent er á þar. „Mig dreymir um að þetta verði stærra verkefni og ég auglýsi hér með eftir fleiri krökkum á aldrinum tólf til átján ára sem vilja taka þátt í Hjólakrafti. Krakkarnir sem hafa verið í verkefninu hingað til verða áfram með sem fyrirmyndir en þau eru nú farin að fara sjálf í 50 til 60 kílómetra langa túra.“

Hægt er að hafa samband við Þorvald í gegnum Facebook eða senda honum tölvupóst á netfangið [email protected].

RB Classic fer fram sunnudaginn 17. ágúst kl. 9 og er hægt að skrá sig á síðunni hjolamot.isfram til miðnættis þann 13. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.