Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 14:37 Ferðamennirnir voru glaðir í bragði þegar Arngrímur mætti þeim á jöklinum. MYND/ARNGRÍMUR „Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira