Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2014 17:30 Frá tökum á Nesjavöllum. VÍSIR/pjetur Upptökur á þáttaröðinni Sense8 standa nú yfir á Íslandi en eins og Vísir hefur áður greint er áætlað að þær standi yfir fram á laugardag. Þáttaröðin er vísindaskáldsaga og hugarfóstur systkinanna Lönu og Andys Wachowski en þau eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Upptökurnar hafa verið umfangsmiklar hér á landi og hefur tökuliðið, sem telur hundruði manna, verið á faraldsfæti um landið síðustu daga ásamt starfsmönnum True North. Helgina 22. og 23. ágúst var mannfjöldinn við tökur á Akranesi þar sem þeir lögðu undir sig fyrrum ellideild sjúkrahússins í bænum. Voru þar á ferðinni „45-50 tökubílar af öllum stærðum og gerðum sem var lagt í kringum sjúkrahúsið og á Heiðarbrautinni og var varla hægt að sjá á milli þeirra,“ eins og segir í frétt Skessuhorns af heimsókninni.Wachowski-systkinin, Naveen Andrews og Daryl HannahVÍSIR/GETTYÞá sást til tökuliðsins í Þingholtunum í Reykjavík í dag áður en þau fluttu sig í „Holu íslenskra fræða“ við Þjóðarbókhlöðuna síðdegis. Þá hafa vegfarendur einnig orðið varir við mannaferðir í húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu og þá hafa aðstandendur þáttaraðarinnar verið við tökur á Hótel Sögu og Nesjavöllum á síðustu dögum. Þá má einnig búast við því að kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Þrátt fyrir að óvíst sé hvaða leikarar fara með hlutverk í þáttunum sem eru teknir upp á Íslandi má teljast líklegt að þeirra á meðal séu Daryl Hannah og Naveen Andrews, en þau sáust spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum. Tökur á þáttaröðinni fara einnig fram í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Mexíkó og Keníu. Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42 Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00 Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25 Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Upptökur á þáttaröðinni Sense8 standa nú yfir á Íslandi en eins og Vísir hefur áður greint er áætlað að þær standi yfir fram á laugardag. Þáttaröðin er vísindaskáldsaga og hugarfóstur systkinanna Lönu og Andys Wachowski en þau eru vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Upptökurnar hafa verið umfangsmiklar hér á landi og hefur tökuliðið, sem telur hundruði manna, verið á faraldsfæti um landið síðustu daga ásamt starfsmönnum True North. Helgina 22. og 23. ágúst var mannfjöldinn við tökur á Akranesi þar sem þeir lögðu undir sig fyrrum ellideild sjúkrahússins í bænum. Voru þar á ferðinni „45-50 tökubílar af öllum stærðum og gerðum sem var lagt í kringum sjúkrahúsið og á Heiðarbrautinni og var varla hægt að sjá á milli þeirra,“ eins og segir í frétt Skessuhorns af heimsókninni.Wachowski-systkinin, Naveen Andrews og Daryl HannahVÍSIR/GETTYÞá sást til tökuliðsins í Þingholtunum í Reykjavík í dag áður en þau fluttu sig í „Holu íslenskra fræða“ við Þjóðarbókhlöðuna síðdegis. Þá hafa vegfarendur einnig orðið varir við mannaferðir í húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu og þá hafa aðstandendur þáttaraðarinnar verið við tökur á Hótel Sögu og Nesjavöllum á síðustu dögum. Þá má einnig búast við því að kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Þrátt fyrir að óvíst sé hvaða leikarar fara með hlutverk í þáttunum sem eru teknir upp á Íslandi má teljast líklegt að þeirra á meðal séu Daryl Hannah og Naveen Andrews, en þau sáust spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. Hannah hefur leikið í fjölmörgum þekktum myndum á ferli sínum, svo sem Blade Runner, Splash og Kill Bill. Andrews er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost, sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum. Tökur á þáttaröðinni fara einnig fram í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Suður-Kóreu, Mexíkó og Keníu. Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42 Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00 Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25 Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“ Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. 27. ágúst 2014 11:42
Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Lana og Andy Wachowski taka upp Netflix-seríuna Sense8 hér á landi í lok ágúst. 13. ágúst 2014 11:00
Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur. 23. ágúst 2014 18:25
Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta. 20. ágúst 2014 10:00