500 hestafla Alfa Romeo Giulia GTA Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 08:45 Alfa Romeo Mito GTA. Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent
Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent