Aflminni Boxster og Cayman Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 09:14 Porsche Boxster 211. Þegar ný gerð af Porsche bíl er kynntur er vaninn sá að hann sé aflmeiri en fyrri gerð. Því kemur það á óvart að nýjasta undirgerð Porsche Boxster og Cayman er miklu aflminni en fengist hefur áður af þessari kynslóð bílanna, eða 211 hestöfl. Þessi gerð bílanna er þó aðeins í boði á fáeinum mörkuðum í Evrópu, meðal annars í Noregi og Belgíu og nefnist þar Boxster 211 og Cayman 211. Þrátt fyrir lítið afl, þegar Porsche er annars vegar, er vélin í bílunum sama 2,7 lítra og 6 strokka boxster vélin og finna má í hefðbundinni gerð þeirra, en í þessari gerð talsvert aflminni. Porsche Boxster og Cayman eru 265 hestöfl, 315 hestöfl af S-gerð og 330 hestöfl af GTS-gerð. Þessir nýju Boxster og Cayman eru eðlilega talsvert ódýrari og munar 1-1,5 milljónum króna á þeim og grunngerð bílsins á þessum mörkuðum sem hann býðst. Ekki stendur til hjá Porsche að bjóða þessa aflminni Boxster og Cayman bíla víða, en ástæðan fyrir tilvist þeirra á þessum fáu mörkuðum er til að uppfylla reglur hins opinbera í þeim löndum. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent
Þegar ný gerð af Porsche bíl er kynntur er vaninn sá að hann sé aflmeiri en fyrri gerð. Því kemur það á óvart að nýjasta undirgerð Porsche Boxster og Cayman er miklu aflminni en fengist hefur áður af þessari kynslóð bílanna, eða 211 hestöfl. Þessi gerð bílanna er þó aðeins í boði á fáeinum mörkuðum í Evrópu, meðal annars í Noregi og Belgíu og nefnist þar Boxster 211 og Cayman 211. Þrátt fyrir lítið afl, þegar Porsche er annars vegar, er vélin í bílunum sama 2,7 lítra og 6 strokka boxster vélin og finna má í hefðbundinni gerð þeirra, en í þessari gerð talsvert aflminni. Porsche Boxster og Cayman eru 265 hestöfl, 315 hestöfl af S-gerð og 330 hestöfl af GTS-gerð. Þessir nýju Boxster og Cayman eru eðlilega talsvert ódýrari og munar 1-1,5 milljónum króna á þeim og grunngerð bílsins á þessum mörkuðum sem hann býðst. Ekki stendur til hjá Porsche að bjóða þessa aflminni Boxster og Cayman bíla víða, en ástæðan fyrir tilvist þeirra á þessum fáu mörkuðum er til að uppfylla reglur hins opinbera í þeim löndum.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent