UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. september 2014 16:31 Donald Cerrone og Eddie Alvarez mætast í næst síðasta bardaga UFC 178. Vísir/Getty Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna og var af mörgum talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Bellator er nú um mundir næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Ekki voru allir sammála um að Alvarez væri eins góður og menn héldu þar sem hann hafði ekki barist við mörg stór nöfn. Lang flestir af bestu bardagamönnum heims berjast í UFC og því ekki um marga verðuga andstæðinga að ræða fyrir Alvarez. Af þeim sökum kaus hann að framlengja ekki samning sinn við Bellator og fékk samningstilboð frá UFC árið 2012. Vandamálið var að Bellator hafði svo kallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) við öll tilboð sem Alvarez bauðst og því neyddist hann til að endursemja við Bellator. Málið var ljótt og leiðinlegt og fór fyrir dómstóla en nánar má lesa um það á vef MMA Frétta hér. Eftir að nýr forseti tók við Bellator var Alvarez leyft að róa á önnur mið og var UFC ekki lengi að semja við hann. Fyrsti bardagi hans verður um helgina gegn hinum þrælskemmtilega og villta Donald Cerrone. Nú þegar Alvarez er kominn í UFC fær hann tækifæri til að sanna að hann sé einn besti léttvigtarmaður heims. Alvarez er góður boxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Þrátt fyrir að vera góður boxari er hann nánast alltaf kýldur niður á fyrstu mínútum bardagans en er iðulega fljótur að jafna sig. Donald Cerrone er góður sparkboxari en þrátt fyrir það hafa 15 af 24 sigrum hans komið eftir uppgjafartök. Cerrone á það til að kýla eða sparka andstæðinga sína niður og klára þá svo með uppgjafartökum í gólfinu á meðan þeir eru enn vankaðir. Cerrone hefur fengið frammistöðubónus (rothögg eða uppgjafartak kvöldsins) í síðustu fjórum bardögum sínum og eru miklar líkar á að bardagi morgundagsins verði besti bardagi kvöldsins (e. Fight of the night). Báðir bardagamenn mæta til að klára andstæðinga sína en ekki til að sigra á stigum og þegar tveir slíkir bardagamenn koma saman er von á flugeldasýningu í búrinu! UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna og var af mörgum talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Bellator er nú um mundir næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Ekki voru allir sammála um að Alvarez væri eins góður og menn héldu þar sem hann hafði ekki barist við mörg stór nöfn. Lang flestir af bestu bardagamönnum heims berjast í UFC og því ekki um marga verðuga andstæðinga að ræða fyrir Alvarez. Af þeim sökum kaus hann að framlengja ekki samning sinn við Bellator og fékk samningstilboð frá UFC árið 2012. Vandamálið var að Bellator hafði svo kallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) við öll tilboð sem Alvarez bauðst og því neyddist hann til að endursemja við Bellator. Málið var ljótt og leiðinlegt og fór fyrir dómstóla en nánar má lesa um það á vef MMA Frétta hér. Eftir að nýr forseti tók við Bellator var Alvarez leyft að róa á önnur mið og var UFC ekki lengi að semja við hann. Fyrsti bardagi hans verður um helgina gegn hinum þrælskemmtilega og villta Donald Cerrone. Nú þegar Alvarez er kominn í UFC fær hann tækifæri til að sanna að hann sé einn besti léttvigtarmaður heims. Alvarez er góður boxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Þrátt fyrir að vera góður boxari er hann nánast alltaf kýldur niður á fyrstu mínútum bardagans en er iðulega fljótur að jafna sig. Donald Cerrone er góður sparkboxari en þrátt fyrir það hafa 15 af 24 sigrum hans komið eftir uppgjafartök. Cerrone á það til að kýla eða sparka andstæðinga sína niður og klára þá svo með uppgjafartökum í gólfinu á meðan þeir eru enn vankaðir. Cerrone hefur fengið frammistöðubónus (rothögg eða uppgjafartak kvöldsins) í síðustu fjórum bardögum sínum og eru miklar líkar á að bardagi morgundagsins verði besti bardagi kvöldsins (e. Fight of the night). Báðir bardagamenn mæta til að klára andstæðinga sína en ekki til að sigra á stigum og þegar tveir slíkir bardagamenn koma saman er von á flugeldasýningu í búrinu! UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30
UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00