Volkswagen Golf Alltrack Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2014 16:07 Volkswagen Golf Alltrack. Volkswagen Passat Alltrack hefur eignast litla bróður því Golf verður einnig fáanlegur í þessari ófærðarútgáfu. Volkswagen mun sýna þessa nýju útfærslu Golf á bílasýningunni í París sem hefst í næstu viku. Að sjálfsögðu verður þessi nýi bíll fjórhjóladrifinn og hann stendur hærra á vegi en hefðbundinn Golf, eða 2 cm hærra. Hann fær nýja stuðara að framan og aftan og plötur til að verja hann fyrir grjótkasti eru bæði að framan og aftan. Brettabogar eru stærri og í öðrum lit en bíllinn sjálfur, eins og títt er með bíla þessarar gerðar. Í Volkswagen bílafjölskyldunni eru margir bílar þessarar gerðar, til dæmis Audi Allroad bæði af A4 og A6 gerð, Skoda Octavia Scout, Seat Leon X-Perience og Volkswagen Passat Alltrack. Allt eru þetta þekktir fólksbílar sem bjóðast einnig í hærri útfærslum, eru fjórhjóladrifnir og eiga að geta glímt við erfiðari færð. Vélarnar sem bjóðast í Golf Alltrack eru 1,8 lítra bensínvél, 178 hestafla og 1,6 lítra dísilvél, 109 hestöfl og 2,0 lítra dísilvél sem bæði fæst í 148 og 182 hestafla útfærslu. Tvær öflugustu vélarnar eru með 6 gíra sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Sala Golf Alltrack hefst næsta sumar. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent
Volkswagen Passat Alltrack hefur eignast litla bróður því Golf verður einnig fáanlegur í þessari ófærðarútgáfu. Volkswagen mun sýna þessa nýju útfærslu Golf á bílasýningunni í París sem hefst í næstu viku. Að sjálfsögðu verður þessi nýi bíll fjórhjóladrifinn og hann stendur hærra á vegi en hefðbundinn Golf, eða 2 cm hærra. Hann fær nýja stuðara að framan og aftan og plötur til að verja hann fyrir grjótkasti eru bæði að framan og aftan. Brettabogar eru stærri og í öðrum lit en bíllinn sjálfur, eins og títt er með bíla þessarar gerðar. Í Volkswagen bílafjölskyldunni eru margir bílar þessarar gerðar, til dæmis Audi Allroad bæði af A4 og A6 gerð, Skoda Octavia Scout, Seat Leon X-Perience og Volkswagen Passat Alltrack. Allt eru þetta þekktir fólksbílar sem bjóðast einnig í hærri útfærslum, eru fjórhjóladrifnir og eiga að geta glímt við erfiðari færð. Vélarnar sem bjóðast í Golf Alltrack eru 1,8 lítra bensínvél, 178 hestafla og 1,6 lítra dísilvél, 109 hestöfl og 2,0 lítra dísilvél sem bæði fæst í 148 og 182 hestafla útfærslu. Tvær öflugustu vélarnar eru með 6 gíra sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Sala Golf Alltrack hefst næsta sumar.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent