Hvernig lifðu allir þetta af? Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 14:24 Um helgina varð þessi svakalega velta í rallýkeppninni Jolly Rally Valle d´Aosta suður í Ítalíu. Það eru ökumennirnir Piero Scavone og Diego D´Herin sem þarna ná ekki krappri beygju á Renault Clio bíl sínum þegar þeir koma of hratt inní hana. Bíll þeirra hendist uppá vegkantinn og rúllar eftir honum einmitt þar sem fjöldi áhorfenda er. Á myndunum að dæma er hreint með ólíkindum að enginn þeirra verði fyrir bílnum þar sem hann stefnir beint á þá. Ekki er það síður merkilegt að ökumenn bílsins hafi ekki stórslasast í hildarleiknum. Staðsetning áhorfendanna er í raun alveg út í hött, svona rétt eftir krappa beygju, en sem betur fer var lukkan með þeim. Myndskeiðið er með því svakalegasta sem sést hefur. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent
Um helgina varð þessi svakalega velta í rallýkeppninni Jolly Rally Valle d´Aosta suður í Ítalíu. Það eru ökumennirnir Piero Scavone og Diego D´Herin sem þarna ná ekki krappri beygju á Renault Clio bíl sínum þegar þeir koma of hratt inní hana. Bíll þeirra hendist uppá vegkantinn og rúllar eftir honum einmitt þar sem fjöldi áhorfenda er. Á myndunum að dæma er hreint með ólíkindum að enginn þeirra verði fyrir bílnum þar sem hann stefnir beint á þá. Ekki er það síður merkilegt að ökumenn bílsins hafi ekki stórslasast í hildarleiknum. Staðsetning áhorfendanna er í raun alveg út í hött, svona rétt eftir krappa beygju, en sem betur fer var lukkan með þeim. Myndskeiðið er með því svakalegasta sem sést hefur.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent