Afhverju virka megrunarkúrar ekki? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 28. október 2014 09:00 Vísir/getty Það eru til hundruðir mismunandi megrunarkúra og alltaf er einn tískukúr í gangi á hverjum tíma sem á að vera lausn allra vandamála. Líftími þeirra er þó yfirleitt frekar stuttur og einhver er ástæðan fyrir því. Heilsuvísir tók saman helstu ástæður þess að megrunakúrar virka sjaldnast til lengdar.1. Megrunarkúrar geta verið öfgafullirMegrunarkúrar eru oftar en ekki mjög öfgafull lausn til þess að léttast. Að þurfa að henda öllu úr eldhúsinu og hætta að borða nokkra fæðuflokka eru allt of algengar kröfur í megrunarkúrum. Það reynist fólki oft erfitt til langs tíma litið að halda sér við efnið þegar breytingarnar eru svona miklar á stuttum tíma. Fyrir suma er betra að taka lítil skref og mjaka sér í áttina að heilbrigðara mataræði smám saman. Mikilvægast er að hver og einn finni laust sem hentar og endist til lengri tíma.2. Það getur verið leiðinlegt að vera í megrunÞað er langt frá því að vera ánægjulegt að borða mat sem er vondur. Til þess að fylgja megrunarkúrum þarf stundum að borða eitthvað sem ekki er sérstaklega gott eða að listinn yfir það sem má borða er mjög takmarkaður og fólk fær fljótt leið á því sem það á að borða. Það er enginn kúr eða mataræði sem hentar öllum og allir eiga að fá að borða eitthvað sem þeim finnst gott. Það er heldur ekki skemmtilegt að þurfa að missa af matarboðum og sleppa því að fara út að borða með vinum af því að það er aldrei neitt sem má fá á boðstólum. Það nennir því enginn til lengdar. Ef að kúrinn sem þú ert á lætur þér ekki líða vel andlega og líkamlega, er það þá kúr sem þú vilt vera á til lengri tíma?3. Megrunarkúrar eru skammtímalausnÞað er ekkert mál að fylgja megrunarkúr í nokkrar vikur og léttast um nokkur kíló. Það er svo annað mál að haldast í þeirri þyngd þegar kúrnum er lokið. Oft bætir fólk á sig mjög fljótt þeim kílóum sem það missti og jafnvel nokkrum auka kílóum í leiðinni. Það getur einnig hægt á brennslunni að vera stanslaust að grennast og fitna til skiptist. Skiptir máli hvað vigtin segir?Vísir/GettyHvað er þá til ráða ef þú vilt léttast og megrunarkúrar henta þér ekki?Planaðu fram í tímann hvaða breytingar þú ætlar að gera og breyttu einhverju litlu á hverjum degi. Mundu að þetta er lífstílsbreyting og hún tekur tíma. Ef þú ætlar að taka út fæðutegundir, taktu þá út tegundir sem þú veist að eru óhollar, heilbrigð skynsemi kemur manni langt í þessum efnum. Passaðu upp á daglega næringarþörf þína og að finna aldrei fyrir of miklu hungri, þá er líklegra að þú grípir til einhverrar óhollustu. Borðaðu reglulega og hugsaðu um að næra líkama þinn og koma fram við hann af virðingu. Borðaðu með núvitund, taktu þér tíma til þess að borða og virkilega njóttu þess. Ekki beita þig of mikilli hörku og ef þér tekst ekki alltaf það sem þú ætlaðir þér, reyndu þá bara að gera betur næst. Hrósaðu þér fyrir það sem þú gerir vel og fyrir það að vera að taka skref í átt að heilbrigðara lífi. Heilsa Tengdar fréttir Óhollasti hollustumaturinn Í meðfylgjandi myndbandi fer Brenda Leigh Turner yfir 10 vörur sem eru markaðsettar sem hollustuvörur en er kannski ekki svo hollar eftir allt saman. 23. október 2014 11:00 Hollustubröns að hætti meistara Í þriðja þætti af Meistaramánuði sýndi Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir okkur hvernig á að galdra fram dýrindis helgarbröns sem innihélt meðal annars heimagert múslí, grænan drykk, eggjamúffur, salat, ávexti og heimsins auðveldustu pönnukökur. 16. október 2014 09:00 Láttu matinn vera meðalið og meðalið vera matinn Það er aldrei lognmolla í kringum orkuboltann Sollu Eiríks en hún og Hildur dóttir hennar stofnuðu fallegt og girnilegt matarblogg á dögunum. 10. október 2014 14:00 Hvers vegna hugleiðsla? Við hættum aldrei að hugsa því að heilinn er dugleg og falleg vél sem tekur sér aldrei frí. En að tengja sjálfsmynd okkar og persónuleika við þessa vél leiðir til vansældar. Þannig verður skortdýrið til – þegar við trúum því að við séum hugsanir okkar. 21. október 2014 09:00 Grænn og dásamlegur morgunsafi Hollur og bragðmikill safi sem er fullur af frábærum jurtum sem gera okkur gott. 15. október 2014 09:00 Æfing í að vera í núinu Í Meistaramánuði huga margir að heilsunni í auknum mæli, líkamlegri sem andlegri. Hugleiðsla og þjálfun í núvitund getur hjálpað mörgum í dagsins önn, það þekki Gunnar Friðriksson af eigin raun. 23. október 2014 14:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það eru til hundruðir mismunandi megrunarkúra og alltaf er einn tískukúr í gangi á hverjum tíma sem á að vera lausn allra vandamála. Líftími þeirra er þó yfirleitt frekar stuttur og einhver er ástæðan fyrir því. Heilsuvísir tók saman helstu ástæður þess að megrunakúrar virka sjaldnast til lengdar.1. Megrunarkúrar geta verið öfgafullirMegrunarkúrar eru oftar en ekki mjög öfgafull lausn til þess að léttast. Að þurfa að henda öllu úr eldhúsinu og hætta að borða nokkra fæðuflokka eru allt of algengar kröfur í megrunarkúrum. Það reynist fólki oft erfitt til langs tíma litið að halda sér við efnið þegar breytingarnar eru svona miklar á stuttum tíma. Fyrir suma er betra að taka lítil skref og mjaka sér í áttina að heilbrigðara mataræði smám saman. Mikilvægast er að hver og einn finni laust sem hentar og endist til lengri tíma.2. Það getur verið leiðinlegt að vera í megrunÞað er langt frá því að vera ánægjulegt að borða mat sem er vondur. Til þess að fylgja megrunarkúrum þarf stundum að borða eitthvað sem ekki er sérstaklega gott eða að listinn yfir það sem má borða er mjög takmarkaður og fólk fær fljótt leið á því sem það á að borða. Það er enginn kúr eða mataræði sem hentar öllum og allir eiga að fá að borða eitthvað sem þeim finnst gott. Það er heldur ekki skemmtilegt að þurfa að missa af matarboðum og sleppa því að fara út að borða með vinum af því að það er aldrei neitt sem má fá á boðstólum. Það nennir því enginn til lengdar. Ef að kúrinn sem þú ert á lætur þér ekki líða vel andlega og líkamlega, er það þá kúr sem þú vilt vera á til lengri tíma?3. Megrunarkúrar eru skammtímalausnÞað er ekkert mál að fylgja megrunarkúr í nokkrar vikur og léttast um nokkur kíló. Það er svo annað mál að haldast í þeirri þyngd þegar kúrnum er lokið. Oft bætir fólk á sig mjög fljótt þeim kílóum sem það missti og jafnvel nokkrum auka kílóum í leiðinni. Það getur einnig hægt á brennslunni að vera stanslaust að grennast og fitna til skiptist. Skiptir máli hvað vigtin segir?Vísir/GettyHvað er þá til ráða ef þú vilt léttast og megrunarkúrar henta þér ekki?Planaðu fram í tímann hvaða breytingar þú ætlar að gera og breyttu einhverju litlu á hverjum degi. Mundu að þetta er lífstílsbreyting og hún tekur tíma. Ef þú ætlar að taka út fæðutegundir, taktu þá út tegundir sem þú veist að eru óhollar, heilbrigð skynsemi kemur manni langt í þessum efnum. Passaðu upp á daglega næringarþörf þína og að finna aldrei fyrir of miklu hungri, þá er líklegra að þú grípir til einhverrar óhollustu. Borðaðu reglulega og hugsaðu um að næra líkama þinn og koma fram við hann af virðingu. Borðaðu með núvitund, taktu þér tíma til þess að borða og virkilega njóttu þess. Ekki beita þig of mikilli hörku og ef þér tekst ekki alltaf það sem þú ætlaðir þér, reyndu þá bara að gera betur næst. Hrósaðu þér fyrir það sem þú gerir vel og fyrir það að vera að taka skref í átt að heilbrigðara lífi.
Heilsa Tengdar fréttir Óhollasti hollustumaturinn Í meðfylgjandi myndbandi fer Brenda Leigh Turner yfir 10 vörur sem eru markaðsettar sem hollustuvörur en er kannski ekki svo hollar eftir allt saman. 23. október 2014 11:00 Hollustubröns að hætti meistara Í þriðja þætti af Meistaramánuði sýndi Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir okkur hvernig á að galdra fram dýrindis helgarbröns sem innihélt meðal annars heimagert múslí, grænan drykk, eggjamúffur, salat, ávexti og heimsins auðveldustu pönnukökur. 16. október 2014 09:00 Láttu matinn vera meðalið og meðalið vera matinn Það er aldrei lognmolla í kringum orkuboltann Sollu Eiríks en hún og Hildur dóttir hennar stofnuðu fallegt og girnilegt matarblogg á dögunum. 10. október 2014 14:00 Hvers vegna hugleiðsla? Við hættum aldrei að hugsa því að heilinn er dugleg og falleg vél sem tekur sér aldrei frí. En að tengja sjálfsmynd okkar og persónuleika við þessa vél leiðir til vansældar. Þannig verður skortdýrið til – þegar við trúum því að við séum hugsanir okkar. 21. október 2014 09:00 Grænn og dásamlegur morgunsafi Hollur og bragðmikill safi sem er fullur af frábærum jurtum sem gera okkur gott. 15. október 2014 09:00 Æfing í að vera í núinu Í Meistaramánuði huga margir að heilsunni í auknum mæli, líkamlegri sem andlegri. Hugleiðsla og þjálfun í núvitund getur hjálpað mörgum í dagsins önn, það þekki Gunnar Friðriksson af eigin raun. 23. október 2014 14:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Óhollasti hollustumaturinn Í meðfylgjandi myndbandi fer Brenda Leigh Turner yfir 10 vörur sem eru markaðsettar sem hollustuvörur en er kannski ekki svo hollar eftir allt saman. 23. október 2014 11:00
Hollustubröns að hætti meistara Í þriðja þætti af Meistaramánuði sýndi Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir okkur hvernig á að galdra fram dýrindis helgarbröns sem innihélt meðal annars heimagert múslí, grænan drykk, eggjamúffur, salat, ávexti og heimsins auðveldustu pönnukökur. 16. október 2014 09:00
Láttu matinn vera meðalið og meðalið vera matinn Það er aldrei lognmolla í kringum orkuboltann Sollu Eiríks en hún og Hildur dóttir hennar stofnuðu fallegt og girnilegt matarblogg á dögunum. 10. október 2014 14:00
Hvers vegna hugleiðsla? Við hættum aldrei að hugsa því að heilinn er dugleg og falleg vél sem tekur sér aldrei frí. En að tengja sjálfsmynd okkar og persónuleika við þessa vél leiðir til vansældar. Þannig verður skortdýrið til – þegar við trúum því að við séum hugsanir okkar. 21. október 2014 09:00
Grænn og dásamlegur morgunsafi Hollur og bragðmikill safi sem er fullur af frábærum jurtum sem gera okkur gott. 15. október 2014 09:00
Æfing í að vera í núinu Í Meistaramánuði huga margir að heilsunni í auknum mæli, líkamlegri sem andlegri. Hugleiðsla og þjálfun í núvitund getur hjálpað mörgum í dagsins önn, það þekki Gunnar Friðriksson af eigin raun. 23. október 2014 14:00