Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Orri Freyr Rúnarsson skrifar 24. október 2014 15:53 Jack Live kvöldin halda göngu sinni áfram í kvöld og að þessu sinni fara herlegheitin fram á skemmtistaðnum Húrra. Fjórar frábærar hljómsveitir stíga á svið en í kvöld eru það Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink sem koma fram. Hljómsveitina Kiriyama Family þarf vart að kynna enda hefur hún tryggt sinn sess sem ein vinsælasta hljómsveit landsins. Sveitin sló í gegn með fyrstu plötu sinni og vinnur nú hörðum höndum að næstu breiðskífu. En nýjasta lag þeirra heitir Apart og sló það í gegn um allt land fyrr á árinu. Hægt er að sjá stórskemmtilegt myndband við lagið hér að neðan. Hljómsveitin Hide Your Kids hefur verið starfandi í nokkur ár og er mikill uppgangur hjá hljómsveitinni um þessar mundir. En lagið Mia er einmitt eitt vinsælasta lagið á X977 í dag. Vio er sigursveit Músíktilrauna árið 2014 og skömmu eftir sigurinn sló hljómsveitin í gegn með laginu You Lost It sem er fyrsta formelga útgáfa þeirra. Þær sveitir sem áður hafa unnið Músíktilraunir hafa gert frábæra hluti og nægir þar að nefna Of Monsters and Men, Samaris, Agent Fresco, Mammút, Botnleðju og fleiri og því eru miklar væntingar bundnar við Vio og virðist sveitin svo sannarlega ætla að standa undir þeim væntingum. Að lokum er það hljómsveitin Major Pink sem var stofnuð árið 2012 en hljómsveitin sendi nýverið frá sér lagið Hope sem hefur verið að gera virkilega góða hluti á X977 síðustu misseri. Miðasala á tónleikana fer fram við hurð og er miðaverð einungis 1.500 kr. Harmageddon Mest lesið Vill meina að barnaníðingar séu í raun bara hommar Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Óupplýstum æsifréttamanni pakkað saman af pollrólegum dýrafræðingi Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon Trúleysi gerir tónlist góða Harmageddon Hljómsveitt frumsýnir Næs í rassinn Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon
Jack Live kvöldin halda göngu sinni áfram í kvöld og að þessu sinni fara herlegheitin fram á skemmtistaðnum Húrra. Fjórar frábærar hljómsveitir stíga á svið en í kvöld eru það Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink sem koma fram. Hljómsveitina Kiriyama Family þarf vart að kynna enda hefur hún tryggt sinn sess sem ein vinsælasta hljómsveit landsins. Sveitin sló í gegn með fyrstu plötu sinni og vinnur nú hörðum höndum að næstu breiðskífu. En nýjasta lag þeirra heitir Apart og sló það í gegn um allt land fyrr á árinu. Hægt er að sjá stórskemmtilegt myndband við lagið hér að neðan. Hljómsveitin Hide Your Kids hefur verið starfandi í nokkur ár og er mikill uppgangur hjá hljómsveitinni um þessar mundir. En lagið Mia er einmitt eitt vinsælasta lagið á X977 í dag. Vio er sigursveit Músíktilrauna árið 2014 og skömmu eftir sigurinn sló hljómsveitin í gegn með laginu You Lost It sem er fyrsta formelga útgáfa þeirra. Þær sveitir sem áður hafa unnið Músíktilraunir hafa gert frábæra hluti og nægir þar að nefna Of Monsters and Men, Samaris, Agent Fresco, Mammút, Botnleðju og fleiri og því eru miklar væntingar bundnar við Vio og virðist sveitin svo sannarlega ætla að standa undir þeim væntingum. Að lokum er það hljómsveitin Major Pink sem var stofnuð árið 2012 en hljómsveitin sendi nýverið frá sér lagið Hope sem hefur verið að gera virkilega góða hluti á X977 síðustu misseri. Miðasala á tónleikana fer fram við hurð og er miðaverð einungis 1.500 kr.
Harmageddon Mest lesið Vill meina að barnaníðingar séu í raun bara hommar Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Óupplýstum æsifréttamanni pakkað saman af pollrólegum dýrafræðingi Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Sannleikurinn um Hátíð vonar Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon Trúleysi gerir tónlist góða Harmageddon Hljómsveitt frumsýnir Næs í rassinn Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon