Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 24. október 2014 10:18 Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar.
Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar