Raddlausa kynslóðin Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 17. nóvember 2014 17:22 Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd.
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar