Stungið í samband í stærstu innstungu landsins Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2014 15:59 Stærsta rafmagnsinnstunga landsins er fyrir Kia Soul EV rafmagnsbílinn. Vegfarendur hafa eflaust velt vöngum yfir risastórri rafmagnskló sem stungið hefur verið í innstungu af sömu stærð á vegg líkamsræktarstöðvarinnar World Class í Laugum. Innstungan er sú stærsta á landinu, 180x180 cm, en það voru starfsmenn Bílaumboðsins Öskju sem komu henni fyrir í tilefni þess að á laugardaginn verður glænýr rafmagnsbíll af gerðinni Kia Soul EV frumsýndur hér á landi. Klóin og innstungan voru hönnuð af auglýsingastofunni Brandenburg í samstarfi við leikmyndagerðina Irma Studio. Tók það tvo listamenn fimm heila daga að fullklára verkið, en það er unnið úr frauðplasti og vegur um 80 kg. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent
Vegfarendur hafa eflaust velt vöngum yfir risastórri rafmagnskló sem stungið hefur verið í innstungu af sömu stærð á vegg líkamsræktarstöðvarinnar World Class í Laugum. Innstungan er sú stærsta á landinu, 180x180 cm, en það voru starfsmenn Bílaumboðsins Öskju sem komu henni fyrir í tilefni þess að á laugardaginn verður glænýr rafmagnsbíll af gerðinni Kia Soul EV frumsýndur hér á landi. Klóin og innstungan voru hönnuð af auglýsingastofunni Brandenburg í samstarfi við leikmyndagerðina Irma Studio. Tók það tvo listamenn fimm heila daga að fullklára verkið, en það er unnið úr frauðplasti og vegur um 80 kg.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent