Rjóma-ránið mikla Þórólfur Matthíasson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar