Vitum við að vatnið er hreint? Ólafur Þ.Stephensen skrifar 17. janúar 2014 06:00 Gnótt af vatni er ein mikilvægasta auðlind Íslands. Í hátíðarræðum, túristabæklingum og spjalli okkar hvers og eins við útlendinga er ítrekað fullyrt að Íslendingar eigi hreinasta og bezta vatn í heimi. Eflaust er mikið til í því. Neyzluvatnið víðast hvar á landinu er gott. Forsenda þess er að grunnvatnið sé í lagi og það er yfirleitt tilfellið. Undanfarið hafa þó annars vegar komið fram vísbendingar um að við umgöngumst vatnsauðlindina af kæruleysi og hins vegar hefur verið sýnt fram á að við vitum einfaldlega alltof lítið um ástand vatns á landinu til að geta fullyrt nokkuð um hreinasta vatn í heimi. Dæmi um gáleysislega umgengni við vatnið komu fram í fyrra, þegar heilbrigðisnefndir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vöruðu við aukinni umferð og áformum um stóraukinn ferðamannastraum á Bláfjallasvæðinu, vatnsverndarsvæði borgarbúa. Heilbrigðisnefndirnar höfðu varla sleppt orðinu þegar alvarlegt olíuslys varð við Þríhnjúkagíg. Í aðdraganda þess hafði verið farið á svig við ýmsar reglur um vatnsvernd. Undanfarna daga hefur Fréttablaðið sagt fréttir upp úr stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um vatnasvæði Íslands, meðal annars af mengun frá gömlum urðunarstöðum og sorphaugum. Á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði leka þungmálmar og önnur eiturefni þannig út í grunnvatnið, sem er talið í hættu þótt vatnsbólum Suðurnesjamanna sé ekki ógnað. Í höfuðborginni, við ósa Elliðaánna, leka eiturefni í strandsjóinn í Elliðaárvogi, Grafarvogi og innri hluta Sundanna frá gömlum sorphaugum og urðunarstöðum í Gufunesi og á Geirsnefi. Á undanförnum árum hefur verið tekið fyrir urðun eiturefna sem áður fór fram í algjöru hugsunarleysi um umhverfið. Syndir feðranna koma hins vegar niður á börnunum; nú verðum við að fylgjast vel með mengun frá gömlum urðunarstöðum og grípa til hreinsunar- eða mótvægisaðgerða ef hún fer yfir þau mörk sem eru talin forsvaranleg. Stöðuskýrsla Umhverfisstofnunar er fyrsta skrefið í að kortleggja hreinleika vatns á Íslandi. Samkvæmt henni er óvissa um gæði vatns á 36 stöðum á landinu og full þörf á frekari rannsóknum. Sums staðar er til dæmis enn verið að losa óhreinsað skólp í vatnsföll eða út í sjó.Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur á Umhverfisstofnun, sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag: „Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir ímynd Íslands út á við að við getum sýnt fram á það með sömu aðferðum og aðrar þjóðir Evrópu nota að vatnið okkar sé gott.“ Það er rétt – og forsenda þess að hægt sé að grípa til ráðstafana gegn hættum sem steðja að hreina vatninu okkar er að við vitum hvernig ástandið er. Á sama tíma og stöðuskýrslan kemur út berast fréttir af því að draga eigi úr vinnu við vatnaverkefni Umhverfisstofnunar vegna fjárskorts. Það er ekki víst að það sé skynsamleg ákvörðun, í ljósi þess hversu mikla hagsmuni Ísland á af því að sýna fram á að vatnið okkar sé hreint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Gnótt af vatni er ein mikilvægasta auðlind Íslands. Í hátíðarræðum, túristabæklingum og spjalli okkar hvers og eins við útlendinga er ítrekað fullyrt að Íslendingar eigi hreinasta og bezta vatn í heimi. Eflaust er mikið til í því. Neyzluvatnið víðast hvar á landinu er gott. Forsenda þess er að grunnvatnið sé í lagi og það er yfirleitt tilfellið. Undanfarið hafa þó annars vegar komið fram vísbendingar um að við umgöngumst vatnsauðlindina af kæruleysi og hins vegar hefur verið sýnt fram á að við vitum einfaldlega alltof lítið um ástand vatns á landinu til að geta fullyrt nokkuð um hreinasta vatn í heimi. Dæmi um gáleysislega umgengni við vatnið komu fram í fyrra, þegar heilbrigðisnefndir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vöruðu við aukinni umferð og áformum um stóraukinn ferðamannastraum á Bláfjallasvæðinu, vatnsverndarsvæði borgarbúa. Heilbrigðisnefndirnar höfðu varla sleppt orðinu þegar alvarlegt olíuslys varð við Þríhnjúkagíg. Í aðdraganda þess hafði verið farið á svig við ýmsar reglur um vatnsvernd. Undanfarna daga hefur Fréttablaðið sagt fréttir upp úr stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um vatnasvæði Íslands, meðal annars af mengun frá gömlum urðunarstöðum og sorphaugum. Á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði leka þungmálmar og önnur eiturefni þannig út í grunnvatnið, sem er talið í hættu þótt vatnsbólum Suðurnesjamanna sé ekki ógnað. Í höfuðborginni, við ósa Elliðaánna, leka eiturefni í strandsjóinn í Elliðaárvogi, Grafarvogi og innri hluta Sundanna frá gömlum sorphaugum og urðunarstöðum í Gufunesi og á Geirsnefi. Á undanförnum árum hefur verið tekið fyrir urðun eiturefna sem áður fór fram í algjöru hugsunarleysi um umhverfið. Syndir feðranna koma hins vegar niður á börnunum; nú verðum við að fylgjast vel með mengun frá gömlum urðunarstöðum og grípa til hreinsunar- eða mótvægisaðgerða ef hún fer yfir þau mörk sem eru talin forsvaranleg. Stöðuskýrsla Umhverfisstofnunar er fyrsta skrefið í að kortleggja hreinleika vatns á Íslandi. Samkvæmt henni er óvissa um gæði vatns á 36 stöðum á landinu og full þörf á frekari rannsóknum. Sums staðar er til dæmis enn verið að losa óhreinsað skólp í vatnsföll eða út í sjó.Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur á Umhverfisstofnun, sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag: „Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir ímynd Íslands út á við að við getum sýnt fram á það með sömu aðferðum og aðrar þjóðir Evrópu nota að vatnið okkar sé gott.“ Það er rétt – og forsenda þess að hægt sé að grípa til ráðstafana gegn hættum sem steðja að hreina vatninu okkar er að við vitum hvernig ástandið er. Á sama tíma og stöðuskýrslan kemur út berast fréttir af því að draga eigi úr vinnu við vatnaverkefni Umhverfisstofnunar vegna fjárskorts. Það er ekki víst að það sé skynsamleg ákvörðun, í ljósi þess hversu mikla hagsmuni Ísland á af því að sýna fram á að vatnið okkar sé hreint.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun