Virðing forseta Alþingis! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun