Móður og másandi Teitur Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2014 06:00 Hver kannast ekki við það að verða móður, það er hinn eðlilegasti hlutur, sérstaklega ef maður er að reyna á sig. Þarna er líkaminn að stýra orkuþörf sinni og segir til um það magn súrefnis sem hann krefst til að efnaskipti okkar gangi upp, auk þess sem hann er að losa sig við úrgangsefni. Þarna er í grunninn lýst starfsemi lungnanna á mjög einfaldaðan hátt. Öll vitum við að okkur er nauðsynlegt að anda og að án súrefnis getum við ekki lifað. Við verðum tilfinnanlega vör við það ef við höldum í okkur andanum að það gengur ekki endalaust, líkaminn berst á móti og vill fá súrefni. Þeir sem eru aktífir og stunda íþróttir eða hvers kyns áreynslu þekkja líka þá vellíðan sem því fylgir þegar henni er lokið, ákveðin sælutilfinning færist yfir viðkomandi. Við vitum í dag að hreyfing hvers konar hefur áhrif á andlega sem líkamlega líðan auk þess sem hún bætir svefn, meltinguna og ýmislegt fleira. Þetta byggir hins vegar mikið á því að viðkomandi sé hraustur og þegar hann reynir á sig þá geti hann hvílst og endurnærst í kjölfarið. Sá sem er með langvinnan lungnasjúkdóm samanber lungnateppu eða viðlíka upplifir ekki þessa vellíðan. Hann er alla jafna í súrefnisskorti og upplifir streitu, vanlíðan og jafnvel stöðuga köfnunartilfinningu. Þegar slíkur einstaklingur reynir á sig versnar ástandið til muna og það getur tekið langan tíma að jafna sig. Jafnvel minnsta áreynsla eins og að standa upp úr stól og ganga fram á klósett getur reynst álíka erfitt og heilt maraþon fyrir þann hrausta. Þá eru lungun miklu viðkvæmari fyrir sýkingum og kvillum sem gerir það að verkum að oftar en ekki er mun meiri þörf fyrir stuðning í formi innöndunarlyfja, stera, sýklalyfja og jafnvel súrefnis.Engar málsbætur Nú er það svo að langvinn lungnateppa þróast yfirleitt á löngum tíma. Meginorsök hennar í dag er reykingar eða einhvers konar önnur eiturefni sem viðkomandi andar að sér yfir einhvern tíma. Annar býsna algengur sjúkdómur sem herjar á lungun og veldur keimlíkum einkennum er astmi, orsök hans er oftar en ekki tengd ofnæmi hvers konar eða áreiti eins og kulda eða áreynslu. Sá sem er svo vitlaus að reykja áttar sig oft ekki á því að það er ekki til nein regla á því hversu lengi hann má gera slíkt þar til hann fær sjúkdóminn, þó iðulega taki það mörg ár. Ekki fá allir reykingamenn lungnateppu þó flestir þrói með sér versnandi lungnastarfsemi með árunum. Mjög margir fá krabbamein sem getur dulist lengi og greinst of seint því áreitið af reykingunum framkallar hvort eð er hósta og slímmyndun. Það er kallaður reykingahósti, sem einstaklingurinn venst furðu vel. Hann er því ekki eins vakandi fyrir breytingum á lungnastarfseminni eins og aðrir. Almennt er hægt að segja að reykingar eigi sér engar málsbætur, alveg sama hversu mikið menn reyna að malda í móinn með það. Hið sama gildir um aðrar tegundir tóbaks, hvort sem því er troðið í pípu, nef eða munnhol. Flestir eru hræddir við að greinast með krabbamein hvers konar og er slíkur sjúkdómur auðvitað hræðilegur, oft greinist lungnamein of seint, því miður og reynist því ekki læknanlegt. Það merkilega þykir mér þó er hversu lítið er fjallað um þau lífsgæði sem glatast við það að vera með langvinnan lungnasjúkdóm. Oft flækist málið með öðrum til viðbótar eins og kransæðasjúkdómi og ýmsum fleiri, en gefum okkur að einstaklingur þjáist fyrst og fremst af lungnateppu, krónísku bronkítis, lungnaþembu eða hvað við viljum kalla þann alvarlega vanda sem orsakar það að fá ekki nóg súrefni. Stöðug mæði, köfnunartilfinning, þreyta, slappleiki, höfuðverkur, einbeitingarleysi, megrun og síðast en ekki síst andleg vanlíðan eru einkennin auk þess að komast ekki spönn frá rassi nema draga með sér súrefniskút hjá þeim sem eru með langt genginn sjúkdóm, jafnvel til að fá sér smók! Þetta ástand getur varað í mörg ár með nútíma læknisfræði og stuðningi en hvers konar lífsgæði eru það? Verjum lungun, segjum nei við tóbakinu! Þið hin sem eruð þegar byrjuð, það er NÆSTUM því aldrei of seint að hætta að reykja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Hver kannast ekki við það að verða móður, það er hinn eðlilegasti hlutur, sérstaklega ef maður er að reyna á sig. Þarna er líkaminn að stýra orkuþörf sinni og segir til um það magn súrefnis sem hann krefst til að efnaskipti okkar gangi upp, auk þess sem hann er að losa sig við úrgangsefni. Þarna er í grunninn lýst starfsemi lungnanna á mjög einfaldaðan hátt. Öll vitum við að okkur er nauðsynlegt að anda og að án súrefnis getum við ekki lifað. Við verðum tilfinnanlega vör við það ef við höldum í okkur andanum að það gengur ekki endalaust, líkaminn berst á móti og vill fá súrefni. Þeir sem eru aktífir og stunda íþróttir eða hvers kyns áreynslu þekkja líka þá vellíðan sem því fylgir þegar henni er lokið, ákveðin sælutilfinning færist yfir viðkomandi. Við vitum í dag að hreyfing hvers konar hefur áhrif á andlega sem líkamlega líðan auk þess sem hún bætir svefn, meltinguna og ýmislegt fleira. Þetta byggir hins vegar mikið á því að viðkomandi sé hraustur og þegar hann reynir á sig þá geti hann hvílst og endurnærst í kjölfarið. Sá sem er með langvinnan lungnasjúkdóm samanber lungnateppu eða viðlíka upplifir ekki þessa vellíðan. Hann er alla jafna í súrefnisskorti og upplifir streitu, vanlíðan og jafnvel stöðuga köfnunartilfinningu. Þegar slíkur einstaklingur reynir á sig versnar ástandið til muna og það getur tekið langan tíma að jafna sig. Jafnvel minnsta áreynsla eins og að standa upp úr stól og ganga fram á klósett getur reynst álíka erfitt og heilt maraþon fyrir þann hrausta. Þá eru lungun miklu viðkvæmari fyrir sýkingum og kvillum sem gerir það að verkum að oftar en ekki er mun meiri þörf fyrir stuðning í formi innöndunarlyfja, stera, sýklalyfja og jafnvel súrefnis.Engar málsbætur Nú er það svo að langvinn lungnateppa þróast yfirleitt á löngum tíma. Meginorsök hennar í dag er reykingar eða einhvers konar önnur eiturefni sem viðkomandi andar að sér yfir einhvern tíma. Annar býsna algengur sjúkdómur sem herjar á lungun og veldur keimlíkum einkennum er astmi, orsök hans er oftar en ekki tengd ofnæmi hvers konar eða áreiti eins og kulda eða áreynslu. Sá sem er svo vitlaus að reykja áttar sig oft ekki á því að það er ekki til nein regla á því hversu lengi hann má gera slíkt þar til hann fær sjúkdóminn, þó iðulega taki það mörg ár. Ekki fá allir reykingamenn lungnateppu þó flestir þrói með sér versnandi lungnastarfsemi með árunum. Mjög margir fá krabbamein sem getur dulist lengi og greinst of seint því áreitið af reykingunum framkallar hvort eð er hósta og slímmyndun. Það er kallaður reykingahósti, sem einstaklingurinn venst furðu vel. Hann er því ekki eins vakandi fyrir breytingum á lungnastarfseminni eins og aðrir. Almennt er hægt að segja að reykingar eigi sér engar málsbætur, alveg sama hversu mikið menn reyna að malda í móinn með það. Hið sama gildir um aðrar tegundir tóbaks, hvort sem því er troðið í pípu, nef eða munnhol. Flestir eru hræddir við að greinast með krabbamein hvers konar og er slíkur sjúkdómur auðvitað hræðilegur, oft greinist lungnamein of seint, því miður og reynist því ekki læknanlegt. Það merkilega þykir mér þó er hversu lítið er fjallað um þau lífsgæði sem glatast við það að vera með langvinnan lungnasjúkdóm. Oft flækist málið með öðrum til viðbótar eins og kransæðasjúkdómi og ýmsum fleiri, en gefum okkur að einstaklingur þjáist fyrst og fremst af lungnateppu, krónísku bronkítis, lungnaþembu eða hvað við viljum kalla þann alvarlega vanda sem orsakar það að fá ekki nóg súrefni. Stöðug mæði, köfnunartilfinning, þreyta, slappleiki, höfuðverkur, einbeitingarleysi, megrun og síðast en ekki síst andleg vanlíðan eru einkennin auk þess að komast ekki spönn frá rassi nema draga með sér súrefniskút hjá þeim sem eru með langt genginn sjúkdóm, jafnvel til að fá sér smók! Þetta ástand getur varað í mörg ár með nútíma læknisfræði og stuðningi en hvers konar lífsgæði eru það? Verjum lungun, segjum nei við tóbakinu! Þið hin sem eruð þegar byrjuð, það er NÆSTUM því aldrei of seint að hætta að reykja!
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun