Valdimar fer í sína fyrstu Evrópuferð Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Hljómsveitin Valdimar er hér í Stuttgart, ásamt Reini (þriðji f.h.), sem er eigandi tónleikastaðarins og jafnframt eigandi speglanna sem brotnuðu. mynd/einkasafn „Þetta er fyrsta formlega tónleikaferðalagið okkar á erlendri grundu,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimars. Hljómsveitin var stödd í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þegar að blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af söngvaranum. Sveitin hélt út þann 31. janúar og dvelur ytra til 10. febrúar. „Við spilum á sjö tónleikum í heildina, fimm tónleikum víðs vegar um Þýskaland og svo verða stakir tónleikar í Austurríki og í Sviss,“ útskýrir Valdimar. Tónleikastaðirnir eru misjafnir, allt frá leikhúsum yfir í stofur í heimahúsum. „Við spiluðum á svokölluðum stofutónleikum sem fram fóru í stofunni heima hjá kærustu gítarleikarans í hljómsveitinni Kapnorth sem er frá Sviss.“Hljómsveitin Valdimar er hér að koma sér í gírinn fyrir tónleika.mynd/einkasafnHljómsveitin Kapnorth fékk Valdimar og félaga til koma með sér á tónleikaferðalag en þeir sáu Valdimar spila á tónleikum á Faktorý. „Þeir sáu okkur á tónleikum þegar þeir voru hér á landi að taka upp plötu og í kjölfarið spurðu þeir okkur hvort við værum til í að koma til Sviss og spila með þeim.“ Tónleikaplönin breyttust og fyrr en varir var búið að skipuleggja tónleikaferðalag. Ferðalagið hefur gengið vel hingað til og hefur ávallt myndast góð stemning á tónleikum sveitarinnar. „Þetta hefur gengið vel, við höfum ekki lent í neinum hremmingum nema þegar Kristinn hljómborðsleikari braut spegla í íbúðinni sem við gistum í.“ Kristinn Evertsson hljómborðsleikari varð fyrir því óláni að brjóta tvo spegla í íbúð sem sveitin dvaldi í sem varð til þess að fleiri meðlimir skáru sig á speglabrotunum. „Þetta var nú bara slys, ekkert alvarlegt en það skáru sig reyndar nokkrir.“ Eins og flestir vita eru textar sveitarinnar á íslensku, hvernig tekur fólk íslensku textunum ytra? „Í gærkvöldi var ég að tala við Þjóðverja sem mættu á tónleika, ég sagði að við værum að pæla í að semja enska texta sem myndu henta betur á erlendan markað, þá sagði Þjóðverjinn að það væri miklu betra að hafa textana á íslensku. Íslenskan hefur því hingað til bara verið til góðs,“ útskýrir Valdimar. Spurður út í þau verkefni sem taka við þegar heim er komið, segir Valdimar vinnu í nýrri plötu taka við. „Við erum búnir að taka upp nokkra grunna og ætlum að halda áfram að vinna í nýju plötunni,“ segir Valdimar og bætir við að sveitin stefni á að gefa út nýja plötu síðar á árinu. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er fyrsta formlega tónleikaferðalagið okkar á erlendri grundu,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimars. Hljómsveitin var stödd í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þegar að blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af söngvaranum. Sveitin hélt út þann 31. janúar og dvelur ytra til 10. febrúar. „Við spilum á sjö tónleikum í heildina, fimm tónleikum víðs vegar um Þýskaland og svo verða stakir tónleikar í Austurríki og í Sviss,“ útskýrir Valdimar. Tónleikastaðirnir eru misjafnir, allt frá leikhúsum yfir í stofur í heimahúsum. „Við spiluðum á svokölluðum stofutónleikum sem fram fóru í stofunni heima hjá kærustu gítarleikarans í hljómsveitinni Kapnorth sem er frá Sviss.“Hljómsveitin Valdimar er hér að koma sér í gírinn fyrir tónleika.mynd/einkasafnHljómsveitin Kapnorth fékk Valdimar og félaga til koma með sér á tónleikaferðalag en þeir sáu Valdimar spila á tónleikum á Faktorý. „Þeir sáu okkur á tónleikum þegar þeir voru hér á landi að taka upp plötu og í kjölfarið spurðu þeir okkur hvort við værum til í að koma til Sviss og spila með þeim.“ Tónleikaplönin breyttust og fyrr en varir var búið að skipuleggja tónleikaferðalag. Ferðalagið hefur gengið vel hingað til og hefur ávallt myndast góð stemning á tónleikum sveitarinnar. „Þetta hefur gengið vel, við höfum ekki lent í neinum hremmingum nema þegar Kristinn hljómborðsleikari braut spegla í íbúðinni sem við gistum í.“ Kristinn Evertsson hljómborðsleikari varð fyrir því óláni að brjóta tvo spegla í íbúð sem sveitin dvaldi í sem varð til þess að fleiri meðlimir skáru sig á speglabrotunum. „Þetta var nú bara slys, ekkert alvarlegt en það skáru sig reyndar nokkrir.“ Eins og flestir vita eru textar sveitarinnar á íslensku, hvernig tekur fólk íslensku textunum ytra? „Í gærkvöldi var ég að tala við Þjóðverja sem mættu á tónleika, ég sagði að við værum að pæla í að semja enska texta sem myndu henta betur á erlendan markað, þá sagði Þjóðverjinn að það væri miklu betra að hafa textana á íslensku. Íslenskan hefur því hingað til bara verið til góðs,“ útskýrir Valdimar. Spurður út í þau verkefni sem taka við þegar heim er komið, segir Valdimar vinnu í nýrri plötu taka við. „Við erum búnir að taka upp nokkra grunna og ætlum að halda áfram að vinna í nýju plötunni,“ segir Valdimar og bætir við að sveitin stefni á að gefa út nýja plötu síðar á árinu. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund.
Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira