Stjörnurnar í útlöndum Atli Fannar Bjarkason skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Harmdauði leikarans Philips Seymour Hoffman minnti mig á hræðileg örlög söngvarans Layne Staley. Hann lést árið 2002 eftir að hafa dópað frá sér flest, þar á meðal farsælan tónlistarferil með hljómsveitinni Alice in Chains. Staley kvaddi þennan heim umkringdur krakkpípum og kókaíni en enginn kvaddi hann. Hann var algjörlega afskiptur þegar hann lést. 39 kílóa brunarúst sem fannst eftir að gjaldkeri lét vita að ekki hafði verið hreyft við bankareikningi hans í viku. Og ekki var mikil reisn yfir Hoffman. Hann fannst heima hjá sér í stuttbuxum og nærbol með gleraugun á nefinu. Kaldhæðnislega eins og önnur hver persóna sem hann lék hefði stimplað sig út. Talið er að of stór skammtur hafi drepið hann — enda umkringdur heróíni og lyfseðilsskyldum lyfjum þegar hann fannst. Hoffman hafði talað opinskátt um fíkn sína og viðurkennt að vera sjúkur í allt sem var hægt að skrapa saman með kreditkorti. Við þekkjum stjörnurnar í útlöndum ekki persónulega þrátt fyrir að hafa eytt með þeim meiri tíma en meðal ættingja. Okkur stendur samt ekki á sama þegar þær deyja. Ekki frekar en þegar við lesum sömu hræðilegu fréttir af fólki sem við getum flett upp í Íslendingabók. Útbreiðsla þessara frétta minnir okkur stöðugt á að við erum að glíma við risavaxið vandamál á löngu úreltum forsendum stríðs sem er tapað. Árið er 2014 og stórkostlegar tækninýjungar líta dagsins ljós á næstu misserum. Líffæri verða þrívíddarprentuð og grædd í fólk (!), fleiri rafmagnsbílar verða framleiddir en nokkru sinni fyrr og flugvélar netvæðast á ógnarhraða. Það er samt skekkja. Við uppfærum símana okkar árlega en horfum í hina áttina á meðan gamaldags lagasetning dælir fíklum í fangelsi fyrir að vera fíklar, gerir fangaverði að meðferðarfulltrúum og leyfir heilbrigðiskerfinu ekki að gera það sem það gerir best: Að lækna veikt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Harmdauði leikarans Philips Seymour Hoffman minnti mig á hræðileg örlög söngvarans Layne Staley. Hann lést árið 2002 eftir að hafa dópað frá sér flest, þar á meðal farsælan tónlistarferil með hljómsveitinni Alice in Chains. Staley kvaddi þennan heim umkringdur krakkpípum og kókaíni en enginn kvaddi hann. Hann var algjörlega afskiptur þegar hann lést. 39 kílóa brunarúst sem fannst eftir að gjaldkeri lét vita að ekki hafði verið hreyft við bankareikningi hans í viku. Og ekki var mikil reisn yfir Hoffman. Hann fannst heima hjá sér í stuttbuxum og nærbol með gleraugun á nefinu. Kaldhæðnislega eins og önnur hver persóna sem hann lék hefði stimplað sig út. Talið er að of stór skammtur hafi drepið hann — enda umkringdur heróíni og lyfseðilsskyldum lyfjum þegar hann fannst. Hoffman hafði talað opinskátt um fíkn sína og viðurkennt að vera sjúkur í allt sem var hægt að skrapa saman með kreditkorti. Við þekkjum stjörnurnar í útlöndum ekki persónulega þrátt fyrir að hafa eytt með þeim meiri tíma en meðal ættingja. Okkur stendur samt ekki á sama þegar þær deyja. Ekki frekar en þegar við lesum sömu hræðilegu fréttir af fólki sem við getum flett upp í Íslendingabók. Útbreiðsla þessara frétta minnir okkur stöðugt á að við erum að glíma við risavaxið vandamál á löngu úreltum forsendum stríðs sem er tapað. Árið er 2014 og stórkostlegar tækninýjungar líta dagsins ljós á næstu misserum. Líffæri verða þrívíddarprentuð og grædd í fólk (!), fleiri rafmagnsbílar verða framleiddir en nokkru sinni fyrr og flugvélar netvæðast á ógnarhraða. Það er samt skekkja. Við uppfærum símana okkar árlega en horfum í hina áttina á meðan gamaldags lagasetning dælir fíklum í fangelsi fyrir að vera fíklar, gerir fangaverði að meðferðarfulltrúum og leyfir heilbrigðiskerfinu ekki að gera það sem það gerir best: Að lækna veikt fólk.