Hvenær fáum við hreindýrabjór? Haraldur Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2014 08:00 Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun