Niðurgreitt skyr til Evrópu? Þórólfur Matthíasson skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði vilja auka sölu á Evrópumarkaði á skyri framleiddu á Íslandi. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja þangað 4.000 tonn tollfrjálst. Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun.Hvað kostar mjólkin í skyrið? Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.Skilaverð í Evrópu Verðmæti skyrs í Evrópu ræðst á markaði í Evrópu, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Úr 5 milljónum lítra af mjólk fást 700 tonn af undanrennudufti og 200 tonn af smjöri. Ef íslenskar afurðastöðvar eiga að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar mega þær ekki verðleggja skyrið í Evrópu hærra en svarar til hráefnisverðs í Evrópu. Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna. Þá á eftir að áætla kostnað við nauðsynlega kynningar- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil!Tapi velt á neytendur og skattgreiðendur? Til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti að: a) hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna, eða b) lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða c) auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til EvrópuLesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði vilja auka sölu á Evrópumarkaði á skyri framleiddu á Íslandi. Samtökin hafa óskað eftir að fá að flytja þangað 4.000 tonn tollfrjálst. Væru 4.000 tonn af skyri flutt til meginlands Evrópu jafngilti það því að 4-5% af mjólkurframleiðslu íslenskra kúabænda væru framleidd fyrir neytendur erlendis. Kallar á umhugsun og skoðun.Hvað kostar mjólkin í skyrið? Til að auka framleiðslu skyrs fyrir Evrópu þarf annaðhvort að skerða framboð mjólkurvöru til innlendra neytenda um 5% eða auka framleiðslu mjólkur um 5 milljónir lítra. Nú borga afurðastöðvar bændum um 83 krónur á lítrann og þeir fá að auki 45 krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á hvern lítra. Verðmæti 5 milljóna lítra af mjólk frá bændum er 630 milljónir króna, þar af eru beingreiðslur úr ríkissjóði 215 milljónir króna.Skilaverð í Evrópu Verðmæti skyrs í Evrópu ræðst á markaði í Evrópu, en ekki á skrifstofu við Bitruháls. Úr 5 milljónum lítra af mjólk fást 700 tonn af undanrennudufti og 200 tonn af smjöri. Ef íslenskar afurðastöðvar eiga að standast verðsamkeppni við erlendar mjólkurstöðvar mega þær ekki verðleggja skyrið í Evrópu hærra en svarar til hráefnisverðs í Evrópu. Þetta þýðir að skilaverð mjólkurinnar sem færi í Evrópu-skyr Mjólkursamsölunnar yrði um 420 til 450 milljónir króna. Beint tap af útflutningi 4.000 tonna af skyri til Evrópu yrði því 180 til 210 milljónir króna. Þá á eftir að áætla kostnað við nauðsynlega kynningar- og auglýsingaherferð sem væntanlega myndi hlaupa á nokkrum hundruðum milljóna króna yfir nokkurra ára tímabil!Tapi velt á neytendur og skattgreiðendur? Til að jafna reikninga afurðastöðva vegna taps af skyrútflutningi þyrfti að: a) hækka útsöluverð á mjólkurvöru til innlendra neytenda um 250-300 milljónir króna, eða b) lækka verð til bænda um 200-300 milljónir króna og/eða c) auka beingreiðslu úr ríkissjóði til bænda um 200-300 milljónir króna. Íslenskir neytendur og íslenskir skattgreiðendur eiga rétt á að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði upplýsi þá um hverja þessara leiða Samtökin hugsa sér að fara til að fjármagna tap af útflutningi skyrs til EvrópuLesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar