Skýr krafa um þjóðaratkvæði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. mars 2014 07:00 Engum sem var staddur á átta þúsund manna mótmælafundi á Austurvelli á laugardaginn gat dulizt hvílíkur hugur var í fólkinu sem þar var saman komið eða hversu mikill þungi er í kröfunni um að ríkisstjórnin dragi til baka tillögu sína um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og efni í staðinn til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá þungi kemur líka fram í því að nú hafa hátt í 44 þúsund manns, yfir átján prósent kjósenda, léð sömu kröfu undirskrift sína. Tæplega 82% kjósenda sögðust í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Stjórnarflokkarnir komast einfaldlega ekki frá þeim loforðum sem þeir gáfu fyrir kosningar og voru hugsuð til að fæla ekki frá flokkunum kjósendur sem vildu klára aðildarviðræðurnar. Þeir eiga engan annan kost en að halda atkvæðagreiðslu um það hvort vilji er til að slíta aðildarviðræðunum eða ljúka þeim. Það er dálítið merkilegt að jafnvel stjórnarþingmenn sem eru komnir að þeirri niðurstöðu að það verði að hlusta á fólkið og leita að sátt, eins og til dæmis Karl Garðarsson og Elín Hirst, eru ennþá fastir í rökvillu Bjarna Benediktssonar um „ómöguleikann“; að það sé ekki hægt að ætlast til þess af þessari ríkisstjórn að hún klári aðildarsamning við ESB. Ef stjórnmálamönnunum er alvara þegar þeir tala um að það eigi að setja fleiri stór mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, geta þeir ekki látið svona. Þegar Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, ítrekaði loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna fyrir kosningar, bætti hann við: „Ef það er þannig að þjóðin segi já við því þá eru allir menn og allir flokkar bundnir af þeirri niðurstöðu.“ Það er rétt – þannig verður það að sjálfsögðu að vera. Ef ríkisstjórnin treystir sér engu að síður ekki til að framkvæma þjóðarviljann, verður hún að fara frá og boða til kosninga. Í þeim kosningum er sennilegt að flokkakerfið tæki talsverðum breytingum, þannig að kostur væri á að mynda stjórn sem væri reiðubúin að ljúka aðildarviðræðunum. Viðbrögð almennings sýna að stjórnarflokkarnir hafa ekkert umboð til að svíkja kosningaloforð sín. Og raunar hefur stjórnarandstaðan heldur ekkert umboð til að semja um einhverjar málamiðlanir á borð við þá sem felst í tillögu Vinstri grænna um að setja aðildarviðræður á ís út kjörtímabilið. Kosningaloforðið fól í sér málamiðlun og væri fráleitt að ætla að búa til einhverja málamiðlun við þá málamiðlun. Stjórnarflokkarnir geta ekki heldur bjargað sér út úr málinu með hugmynd Gunnars Braga Sveinssonar, Illuga Gunnarssonar og fleiri, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. Það er einfaldlega svo fáránlegt að kjósa um aðild að ESB án aðildarsamnings, að almenningur mun aldrei láta bjóða sér það. Í vörn stjórnarflokkanna heyrist að fyrri stjórnir hafi oft skellt skollaeyrum við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslur, til dæmis um Icesave, umsókn um aðild að ESB, kvótann og hitt og þetta fleira. Það er rétt. En það hefur aldrei áður gerzt í íslenzkri pólitík að tveir flokkar lofi fyrir kosningar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stórt mál, fari svo saman í stjórn og hafi þannig enga afsökun fyrir að svíkja loforðið. Þetta er einfalt: Þau lofuðu þessu, þau verða að standa við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Engum sem var staddur á átta þúsund manna mótmælafundi á Austurvelli á laugardaginn gat dulizt hvílíkur hugur var í fólkinu sem þar var saman komið eða hversu mikill þungi er í kröfunni um að ríkisstjórnin dragi til baka tillögu sína um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og efni í staðinn til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá þungi kemur líka fram í því að nú hafa hátt í 44 þúsund manns, yfir átján prósent kjósenda, léð sömu kröfu undirskrift sína. Tæplega 82% kjósenda sögðust í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Stjórnarflokkarnir komast einfaldlega ekki frá þeim loforðum sem þeir gáfu fyrir kosningar og voru hugsuð til að fæla ekki frá flokkunum kjósendur sem vildu klára aðildarviðræðurnar. Þeir eiga engan annan kost en að halda atkvæðagreiðslu um það hvort vilji er til að slíta aðildarviðræðunum eða ljúka þeim. Það er dálítið merkilegt að jafnvel stjórnarþingmenn sem eru komnir að þeirri niðurstöðu að það verði að hlusta á fólkið og leita að sátt, eins og til dæmis Karl Garðarsson og Elín Hirst, eru ennþá fastir í rökvillu Bjarna Benediktssonar um „ómöguleikann“; að það sé ekki hægt að ætlast til þess af þessari ríkisstjórn að hún klári aðildarsamning við ESB. Ef stjórnmálamönnunum er alvara þegar þeir tala um að það eigi að setja fleiri stór mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, geta þeir ekki látið svona. Þegar Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, ítrekaði loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna fyrir kosningar, bætti hann við: „Ef það er þannig að þjóðin segi já við því þá eru allir menn og allir flokkar bundnir af þeirri niðurstöðu.“ Það er rétt – þannig verður það að sjálfsögðu að vera. Ef ríkisstjórnin treystir sér engu að síður ekki til að framkvæma þjóðarviljann, verður hún að fara frá og boða til kosninga. Í þeim kosningum er sennilegt að flokkakerfið tæki talsverðum breytingum, þannig að kostur væri á að mynda stjórn sem væri reiðubúin að ljúka aðildarviðræðunum. Viðbrögð almennings sýna að stjórnarflokkarnir hafa ekkert umboð til að svíkja kosningaloforð sín. Og raunar hefur stjórnarandstaðan heldur ekkert umboð til að semja um einhverjar málamiðlanir á borð við þá sem felst í tillögu Vinstri grænna um að setja aðildarviðræður á ís út kjörtímabilið. Kosningaloforðið fól í sér málamiðlun og væri fráleitt að ætla að búa til einhverja málamiðlun við þá málamiðlun. Stjórnarflokkarnir geta ekki heldur bjargað sér út úr málinu með hugmynd Gunnars Braga Sveinssonar, Illuga Gunnarssonar og fleiri, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. Það er einfaldlega svo fáránlegt að kjósa um aðild að ESB án aðildarsamnings, að almenningur mun aldrei láta bjóða sér það. Í vörn stjórnarflokkanna heyrist að fyrri stjórnir hafi oft skellt skollaeyrum við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslur, til dæmis um Icesave, umsókn um aðild að ESB, kvótann og hitt og þetta fleira. Það er rétt. En það hefur aldrei áður gerzt í íslenzkri pólitík að tveir flokkar lofi fyrir kosningar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stórt mál, fari svo saman í stjórn og hafi þannig enga afsökun fyrir að svíkja loforðið. Þetta er einfalt: Þau lofuðu þessu, þau verða að standa við það.