Villuljós í Hörpu Jónas Sen skrifar 5. mars 2014 12:00 Tónlist: Uppskerukvöld Kítón Vox feminae, Hljómeyki, Lay Low, Myrra Rós, Sunna Gunnlaugs, Hafdís Huld, Caput og margir fleiri Eldborg Hörpu sunnudaginn 2. mars Konur áttu lengi erfitt uppdráttar í tónlistarheiminum. Kítón, félag kvenna í tónlist, sem var stofnað fyrir ári, er því gott framtak. Kítón hélt svonefnt uppskerukvöld í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöldið. Þar kom fram fjöldinn allur af tónlistarfólki, aðallega kvenkyns, sem flutti tónsmíðar að mestu eftir konur. Sautján atriði voru á dagskránni. Þau voru úr ýmsum geirum tónlistar, allt frá akademískri nútímatónlist, eldri klassík, djassi, rappi, kántríi og fleiru. Atriðin voru ákaflega misjöfn að gæðum, eins og gengur þegar dagskráin er bland í poka. Sumt var mjög áhrifamikið. Þar á meðal var lag eftir Lay Low sem hún söng sjálf. Einnig má nefna lag eftir Báru Grímsdóttur í meðförum Vox feminae, sem og notalegt djasslag eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur í eigin flutningi. Spuni eftir Ragnhildi Gísladóttur var líka skemmtilegur. Það að ljóskösturum á sviðinu skuli hafa verið beint í augun á manni í fjölmörgum atriðum var hins vegar ófyrirgefanlegt. Margir í kringum mig þurftu að halda fyrir augun á tímabili. Hvað var ljósameistarinn að hugsa? Sá hann ekki hve fólki fannst þetta óþægilegt? Á milli laganna voru sýnd örstutt myndbrot. Þau samanstóðu af viðtölum við aðaltónlistarkonuna sem var að fara að stíga á sviðið hverju sinni. Nánast alltaf var spurt að því sama, og yfirleitt var það eina spurningin: Ertu stressuð? Það var afar einsleitt, sérstaklega eftir því sem á leið. Þóra Arnórsdóttir var kynnir á tónleikunum. Hún hefði mátt vera betur undirbúin. Til dæmis hefði hún getað upplýst áheyrendur um að lagið við Vísur Vatnsenda-Rósu er ekki bara raddsett af Jóni Ásgeirssyni, heldur að stærstum hluta höfundarverk hans. Sömuleiðis hefði mátt koma fram hjá henni að Eldur eftir Jórunni Viðar er upphaflega ballett. Eins og títt er um kvikmyndatónlist er verk Jórunnar hluti af myndrænni upplifun, en stendur ekki fyllilega fyrir sínu sem sjálfstæð tónsmíð, þó hún sé glæsileg í réttu samhengi. Þetta þurftu tónleikagestir að vita, tel ég. Hallfríður Ólafsdóttir stjórnaði félögum úr Sinfóníunni í Eldi Jórunnar. Þóra kynnti atriðið þannig að ætla mátti að það væri í fyrsta sinn sem kona stjórnaði hljómsveitinni. Svo er ekki, konur hafa stjórnað Sinfóníunni áður. Nægir að nefna Ann Manson sem stjórnaði henni með glæsibrag fyrir allnokkru síðan. Staðreyndin var að þetta var í fyrsta sinn sem ÍSLENSK kona stjórnaði hljómsveitinni. Það út af fyrir sig var auðvitað stórviðburður, sérstaklega þar sem Hallfríður gerði það af öryggi, nákvæmni og sannfærandi tilfinningu. Margt fleira má telja upp sem ekki er pláss fyrir hér. Ég verð þó að nefna tónleikalengdina, sem var tæpir þrír tímar. Það var býsna langt. Minna tal Þóru og meiri tónlist með þægilegri birtu hefði gert tónleikana skemmtilegri.Niðurstaða: Verðugt framtak, en dagskráin var illa ígrunduð og sviðsljósin voru oft mjög truflandi. Kynnirinn hefði líka mátt vera betur undirbúinn. Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Uppskerukvöld Kítón Vox feminae, Hljómeyki, Lay Low, Myrra Rós, Sunna Gunnlaugs, Hafdís Huld, Caput og margir fleiri Eldborg Hörpu sunnudaginn 2. mars Konur áttu lengi erfitt uppdráttar í tónlistarheiminum. Kítón, félag kvenna í tónlist, sem var stofnað fyrir ári, er því gott framtak. Kítón hélt svonefnt uppskerukvöld í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöldið. Þar kom fram fjöldinn allur af tónlistarfólki, aðallega kvenkyns, sem flutti tónsmíðar að mestu eftir konur. Sautján atriði voru á dagskránni. Þau voru úr ýmsum geirum tónlistar, allt frá akademískri nútímatónlist, eldri klassík, djassi, rappi, kántríi og fleiru. Atriðin voru ákaflega misjöfn að gæðum, eins og gengur þegar dagskráin er bland í poka. Sumt var mjög áhrifamikið. Þar á meðal var lag eftir Lay Low sem hún söng sjálf. Einnig má nefna lag eftir Báru Grímsdóttur í meðförum Vox feminae, sem og notalegt djasslag eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur í eigin flutningi. Spuni eftir Ragnhildi Gísladóttur var líka skemmtilegur. Það að ljóskösturum á sviðinu skuli hafa verið beint í augun á manni í fjölmörgum atriðum var hins vegar ófyrirgefanlegt. Margir í kringum mig þurftu að halda fyrir augun á tímabili. Hvað var ljósameistarinn að hugsa? Sá hann ekki hve fólki fannst þetta óþægilegt? Á milli laganna voru sýnd örstutt myndbrot. Þau samanstóðu af viðtölum við aðaltónlistarkonuna sem var að fara að stíga á sviðið hverju sinni. Nánast alltaf var spurt að því sama, og yfirleitt var það eina spurningin: Ertu stressuð? Það var afar einsleitt, sérstaklega eftir því sem á leið. Þóra Arnórsdóttir var kynnir á tónleikunum. Hún hefði mátt vera betur undirbúin. Til dæmis hefði hún getað upplýst áheyrendur um að lagið við Vísur Vatnsenda-Rósu er ekki bara raddsett af Jóni Ásgeirssyni, heldur að stærstum hluta höfundarverk hans. Sömuleiðis hefði mátt koma fram hjá henni að Eldur eftir Jórunni Viðar er upphaflega ballett. Eins og títt er um kvikmyndatónlist er verk Jórunnar hluti af myndrænni upplifun, en stendur ekki fyllilega fyrir sínu sem sjálfstæð tónsmíð, þó hún sé glæsileg í réttu samhengi. Þetta þurftu tónleikagestir að vita, tel ég. Hallfríður Ólafsdóttir stjórnaði félögum úr Sinfóníunni í Eldi Jórunnar. Þóra kynnti atriðið þannig að ætla mátti að það væri í fyrsta sinn sem kona stjórnaði hljómsveitinni. Svo er ekki, konur hafa stjórnað Sinfóníunni áður. Nægir að nefna Ann Manson sem stjórnaði henni með glæsibrag fyrir allnokkru síðan. Staðreyndin var að þetta var í fyrsta sinn sem ÍSLENSK kona stjórnaði hljómsveitinni. Það út af fyrir sig var auðvitað stórviðburður, sérstaklega þar sem Hallfríður gerði það af öryggi, nákvæmni og sannfærandi tilfinningu. Margt fleira má telja upp sem ekki er pláss fyrir hér. Ég verð þó að nefna tónleikalengdina, sem var tæpir þrír tímar. Það var býsna langt. Minna tal Þóru og meiri tónlist með þægilegri birtu hefði gert tónleikana skemmtilegri.Niðurstaða: Verðugt framtak, en dagskráin var illa ígrunduð og sviðsljósin voru oft mjög truflandi. Kynnirinn hefði líka mátt vera betur undirbúinn.
Gagnrýni Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira